Íslenski boltinn

Atla finnst KR ekki nota Emil rétt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sex mörk í þremur leikjum. Emil Atlason fagnar marki.Fréttablaðð/Daníel
Sex mörk í þremur leikjum. Emil Atlason fagnar marki.Fréttablaðð/Daníel Fréttablaðið/Daníel
Emil Atlason hefur farið á kostum með íslenska U-21 árs landslinu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer árið 2015 í Tékklandi. Leikmaðurinn hefur skorað sex af þeim átta mörkum sem liðið hefur gert í fyrstu þremur leikjum riðilsins. Ísland er með fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins.

„Ég hef alltaf sagt að þetta er staðan hans,“ segir Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðþjálfari Íslands og en fyrst og fremst faðir leikmannsins, í samtali við Fréttablaðið í gær.

„Hann fær að spila alveg upp á topp með landsliðinu og þar líður honum best. Hann hefur hæfileika þessi strákur og það sést mest á hraða hans og styrk. Það þarf samt sem áður að vinna með þessa eiginleika hjá honum. Ef það er unnið rétt með hann þá getur Emil komist í fremstu röð en ef það er ekki gert geta hæfileikar hans fjarað út,“ segir Atli.

Emil Atlason hefur mikið verið út á kanti með félagsliði sínu KR í sumar og telur Atli það ekki vera hans rétta staða.

„Af tíu fyrirgjöfum sem koma inn í teig þá er þessi strákur að taka til sín svona sjö til átta. Hann á heima alveg fremst á vellinum. Það hafa ekkert margir þennan eiginleika að vera svona hávaxinn og með þennan gríðarlega hraða. Íslenska U-21 árs landsliðið er gríðarlega spennandi núna og verður gaman að fylgjast með þeim í þessari undankeppni. Margir þeirra verða bráðlega komnir í A-landsliðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×