Innlent

Þrengt að ísfirskum stúkumönnum

Valur Grettisson skrifar
Oddfellow-menn eru ósáttir við framkvæmdir við grunnskólann.
Oddfellow-menn eru ósáttir við framkvæmdir við grunnskólann.
Oddfellow á Ísafirði, nánar tiltekið Rebekkustúka númer 6, Þórey, gagnrýnir Ísafjarðarbæ harðlega fyrir framkvæmdir vegna breytinga á skólalóð fyrir Grunnskólann á Austurvegi. Í bréfi stúkumanna til Ísafjarðarbæjar koma fram ítrekuð mótmæli vegna þrengingar á aðkomu að húsnæði Oddfellow-reglunnar við Aðalstræti og bæjaryfirvöld gagnrýnd fyrir samráðsleysi.

Svo virðist sem bæjaryfirvöld hafi aðeins sent einum fulltrúa Oddfellow-stúknanna tölvupóst og segir í fundargerð bæjarins að bæjaryfirvöld hefðu mátt gera betur í að ná fundi með stúkumönnum vegna málsins.

Framkvæmdirnar hafa að auki verið kærðar af öðrum nágrönnum skólans. Þar er því haldið fram að deiluskipulagið sé ólöglegt. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála hefur því gefið bæjaryfirvöldum 30 daga frest til þess að leggja fram gögn og svara kærunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×