Segja innanlandsflug leggjast af eftir þrjú ár Kristján Már Unnarsson skrifar 16. ágúst 2013 12:26 Hallgrímur F. Sigurðarson frá Akureyri skrifar fyrstur undir. Njáll Trausti Friðbertsson og Friðrik Pálsson, formenn félagsins Hjartað í Vatnsmýri, fylgjast með. Undirskriftasöfnun til stuðnings Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri er hafin á vefnum "lending.is". Forsvarsmenn hennar segja að stefna núverandi borgarstjórnar Reykjavíkur þýði í raun að innanlandsflug leggist af eftir aðeins þrjú ár og því sé brýnt að þjóðin fái að segja álit sitt. Félagið Hjartað í Vatnsmýri er á bak við söfnun undirskriftanna en stjórn þess skipa fjórtán einstaklingar víða af landinu, þeirra á meðal Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta, Leifur Magnússon, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, Friðrik Pálsson hótelhaldari og Njáll Trausti Friðbertsson flugumferðarstjóri, en tveir þeir síðastnefndu eru formenn félagsins og kynntu verkefnið á blaðamannafundi í afgreiðslu Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir hádegi. „Tilgangurinn með söfnuninni er að íslenska þjóðin fái að tjá sig í þessu máli," sagði Njáll Trausti á blaðamannafundinum og bætti við: „Við teljum þetta brýnt málefni, eitt af stærri málefnum líðandi stundar fyrir landið allt." Stefnt er að því að undirskriftirnar verði afhentar borgarstjórn Reykjavíkur fyrir 20. september þegar frestur rennur út til að gera athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir brotthvarfi flugvallarins. Friðrik Pálsson hótelhaldari segir aðalskipulagsdrögin gera ráð fyrir aðeins einni flugbraut eftir árið 2016: „Það sem er alvarlegt í þessu máli er að, eins og hefur komið fram hjá flugrekendum, að í rauninni eru bara þrjú ár til stefnu því að árið 2016, gangi þetta eftir sem áætlanir standa til um, þá er í raun innanlandsfluginu lokið hér," sagði Friðrik Pálsson. Fyrstur til að rita nafn sitt undir áskorunina var Hallgrímur F. Sigurðarson frá Akureyri, sem lenti í alvarlegu slysi á Vaðlaheiði í marsmánuði og skaddaðist ósæð við hjarta. Á blaðamannafundinum lýsti hann því hvernig það hefði orðið sér til lífs að sjúkraflugvél var til taks á Akureyrarflugvelli og að Reykjavíkurflugvöllur hefði verið á sínum stað í Vatnsmýri. Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Undirskriftasöfnun til stuðnings Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri er hafin á vefnum "lending.is". Forsvarsmenn hennar segja að stefna núverandi borgarstjórnar Reykjavíkur þýði í raun að innanlandsflug leggist af eftir aðeins þrjú ár og því sé brýnt að þjóðin fái að segja álit sitt. Félagið Hjartað í Vatnsmýri er á bak við söfnun undirskriftanna en stjórn þess skipa fjórtán einstaklingar víða af landinu, þeirra á meðal Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta, Leifur Magnússon, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, Friðrik Pálsson hótelhaldari og Njáll Trausti Friðbertsson flugumferðarstjóri, en tveir þeir síðastnefndu eru formenn félagsins og kynntu verkefnið á blaðamannafundi í afgreiðslu Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir hádegi. „Tilgangurinn með söfnuninni er að íslenska þjóðin fái að tjá sig í þessu máli," sagði Njáll Trausti á blaðamannafundinum og bætti við: „Við teljum þetta brýnt málefni, eitt af stærri málefnum líðandi stundar fyrir landið allt." Stefnt er að því að undirskriftirnar verði afhentar borgarstjórn Reykjavíkur fyrir 20. september þegar frestur rennur út til að gera athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir brotthvarfi flugvallarins. Friðrik Pálsson hótelhaldari segir aðalskipulagsdrögin gera ráð fyrir aðeins einni flugbraut eftir árið 2016: „Það sem er alvarlegt í þessu máli er að, eins og hefur komið fram hjá flugrekendum, að í rauninni eru bara þrjú ár til stefnu því að árið 2016, gangi þetta eftir sem áætlanir standa til um, þá er í raun innanlandsfluginu lokið hér," sagði Friðrik Pálsson. Fyrstur til að rita nafn sitt undir áskorunina var Hallgrímur F. Sigurðarson frá Akureyri, sem lenti í alvarlegu slysi á Vaðlaheiði í marsmánuði og skaddaðist ósæð við hjarta. Á blaðamannafundinum lýsti hann því hvernig það hefði orðið sér til lífs að sjúkraflugvél var til taks á Akureyrarflugvelli og að Reykjavíkurflugvöllur hefði verið á sínum stað í Vatnsmýri.
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira