Íbúar á Víðimel lokaðir inni í götunni í kjölfar breytinga á Hofsvallagötu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 16. ágúst 2013 14:10 Hér má sjá umferðarteppu á Hofsvallagötu eftir breytingarnar á henni. mynd/Kristinn Fannar Pálsson/365 „Fólkið á Víðimel er lokað inni í götunni sinni og það kemst ekki út á Hofsvallagötu á morgnana eða seinnipart dags,“ segir Kristinn Fannar Pálsson íbúi við Hagamel við Hofsvallagötu. Nú þegar fólk er að koma úr sumarfríum er augljóst að umferðin er að aukast. „Það hefur verið mikil umferðaraukning strax í þessari viku eins og sést á myndinni sem ég tók,“ segir Kristinn. Kristinn og aðrir íbúar telja að ástandið eigi bara eftir að versna þegar líður á haustið. Friðrik Ármann Guðmundsson er verslunarmaður í Melabúð við Hofsvallagötu. Hann segir að sitt sýnist hverjum um þessa framkvæmd. Það sé galli á framkvæmdinni að ekki hafi verið haft samráð við íbúa við götuna eða í hverfinu í kring. Friðrik telur að framkvæmdin sem slík eigi líklega alveg rétt á sér og þetta sé frekar spurning um útfærslu. Friðrik hefur áhyggjur af því hvernig þetta verður í vetur, í hálku og snjó. „Hvernig verður með snjóruðning og annað spyr ég, ég tel að það sé töluverð slysahætta sem skapast í kringum slíkt eins og gatan er í dag.“ „Menn mér fróðari, hafa bent á að það gætu skapast ýmis vandamál í vetrarríki. Sérstaklega þar sem að hingað til hafa verið tvær akreinar í sömu átt. Þar sem annars vegar var hægt að beygja til austurs inn Hringbrautina frá Hofsvallagötu og hins vegar til vesturs eða halda áfram norður Hofsvallagötuna.“ Nú er þarna ein akrein sem skapar umferðartappa á Hofsvallagötunni og Friðrik bendir á það sé sérstaklega erfitt fyrir íbúa við Víðimel að komast inn á Hofsvallagötu. „Það virðist ekki vera nein hugsun á bak við þetta hjá þeim sem setur endapunktinn við þessa framkvæmd. Þetta er meira eins og teikniborðshugmynd en eitthvað sem ætti að framkvæma í raunveruleikanum,“ segir Friðrik.Vilja götuna í fyrra horf – Nokkur hundruð hafa mótmælt Íbúar við Hofsvallagötu og melana í þar kring vilja að Hofsvallagötu verði breytt í fyrra horf eða að minnsta kosti að umferðargatan verði lagfærð frá því sem nú er. Kristinn Fannar segir að lengi hafi legið fyrir að vilji íbúa stæði til þess að gera breytingar á götunni. En það fari mikið fyrir brjóstið á íbúum að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í samráði við þá né hafi verið leitað til þeirra eftir tillögum. Hofsvallagata sé sérstök að því leyti til að á henni er heilmikið rými fyrir gangandi, hjólandi og akandi umferð. Kristinn og aðrir íbúar telja að útfæra verði þessar hugmyndir mun betur. Af því tilefni sendu nokkrir íbúar bréf til Gísla Marteins Baldurssonar, formanns Hverfisráðs Vesturbæjar. Í bréfinu koma fram mótmæli íbúanna vegna breytinganna sem þó séu að einhverju leyti í samræmi við hugmyndir sem settar voru fram á íbúafundi sem haldinn var í október 2011. Íbúarnir gagnrýna að að breytingarnar hafa verið illa kynntar fyrir bæði íbúum og öðrum hagsmunaaðilum við götuna. Meðal þess sem kemur fram í bréfinu er að aðgengi að Melabúðinni hafi verið gert verra, aðgengi íbúa að heimilum sínum austan Hofsvallagötu hafi versnað mikið og mikill skortur sér á bílastæðum við Hofsvallagötu. Íbúarnir stinga upp á tillögum að úrbótum í bréfinu og skrifuðu 41 íbúi undir bréfið. Málið var tekið fyrir á fundi Borgarráðs og var ákveðið að fundað yrði með íbúum eins og fram kom í frétt Vísis. Eftir að bréfið var sent hafa safnast nokkur hundruð undirskriftir fólks sem mótmælir þessum breytingum. Sá undirskriftarlisti var lagður fram í Melabúðinni af íbúum við Víðimel. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
„Fólkið á Víðimel er lokað inni í götunni sinni og það kemst ekki út á Hofsvallagötu á morgnana eða seinnipart dags,“ segir Kristinn Fannar Pálsson íbúi við Hagamel við Hofsvallagötu. Nú þegar fólk er að koma úr sumarfríum er augljóst að umferðin er að aukast. „Það hefur verið mikil umferðaraukning strax í þessari viku eins og sést á myndinni sem ég tók,“ segir Kristinn. Kristinn og aðrir íbúar telja að ástandið eigi bara eftir að versna þegar líður á haustið. Friðrik Ármann Guðmundsson er verslunarmaður í Melabúð við Hofsvallagötu. Hann segir að sitt sýnist hverjum um þessa framkvæmd. Það sé galli á framkvæmdinni að ekki hafi verið haft samráð við íbúa við götuna eða í hverfinu í kring. Friðrik telur að framkvæmdin sem slík eigi líklega alveg rétt á sér og þetta sé frekar spurning um útfærslu. Friðrik hefur áhyggjur af því hvernig þetta verður í vetur, í hálku og snjó. „Hvernig verður með snjóruðning og annað spyr ég, ég tel að það sé töluverð slysahætta sem skapast í kringum slíkt eins og gatan er í dag.“ „Menn mér fróðari, hafa bent á að það gætu skapast ýmis vandamál í vetrarríki. Sérstaklega þar sem að hingað til hafa verið tvær akreinar í sömu átt. Þar sem annars vegar var hægt að beygja til austurs inn Hringbrautina frá Hofsvallagötu og hins vegar til vesturs eða halda áfram norður Hofsvallagötuna.“ Nú er þarna ein akrein sem skapar umferðartappa á Hofsvallagötunni og Friðrik bendir á það sé sérstaklega erfitt fyrir íbúa við Víðimel að komast inn á Hofsvallagötu. „Það virðist ekki vera nein hugsun á bak við þetta hjá þeim sem setur endapunktinn við þessa framkvæmd. Þetta er meira eins og teikniborðshugmynd en eitthvað sem ætti að framkvæma í raunveruleikanum,“ segir Friðrik.Vilja götuna í fyrra horf – Nokkur hundruð hafa mótmælt Íbúar við Hofsvallagötu og melana í þar kring vilja að Hofsvallagötu verði breytt í fyrra horf eða að minnsta kosti að umferðargatan verði lagfærð frá því sem nú er. Kristinn Fannar segir að lengi hafi legið fyrir að vilji íbúa stæði til þess að gera breytingar á götunni. En það fari mikið fyrir brjóstið á íbúum að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í samráði við þá né hafi verið leitað til þeirra eftir tillögum. Hofsvallagata sé sérstök að því leyti til að á henni er heilmikið rými fyrir gangandi, hjólandi og akandi umferð. Kristinn og aðrir íbúar telja að útfæra verði þessar hugmyndir mun betur. Af því tilefni sendu nokkrir íbúar bréf til Gísla Marteins Baldurssonar, formanns Hverfisráðs Vesturbæjar. Í bréfinu koma fram mótmæli íbúanna vegna breytinganna sem þó séu að einhverju leyti í samræmi við hugmyndir sem settar voru fram á íbúafundi sem haldinn var í október 2011. Íbúarnir gagnrýna að að breytingarnar hafa verið illa kynntar fyrir bæði íbúum og öðrum hagsmunaaðilum við götuna. Meðal þess sem kemur fram í bréfinu er að aðgengi að Melabúðinni hafi verið gert verra, aðgengi íbúa að heimilum sínum austan Hofsvallagötu hafi versnað mikið og mikill skortur sér á bílastæðum við Hofsvallagötu. Íbúarnir stinga upp á tillögum að úrbótum í bréfinu og skrifuðu 41 íbúi undir bréfið. Málið var tekið fyrir á fundi Borgarráðs og var ákveðið að fundað yrði með íbúum eins og fram kom í frétt Vísis. Eftir að bréfið var sent hafa safnast nokkur hundruð undirskriftir fólks sem mótmælir þessum breytingum. Sá undirskriftarlisti var lagður fram í Melabúðinni af íbúum við Víðimel.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira