"Þetta er sexí það er það sem þetta er“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. ágúst 2013 19:24 „Þetta er sexí það er það sem þetta er,“ segir Tyrfingur Tyrfingsson um þann heiður sem honum var sýndur í dag, en hann var valinn næsta leikskáld leikritunarsjóðs Borgarleikhússins. „Þetta er svolítið sexí bæði af því að ég þekki til uppi í Borgarleikhúsi og þar er fullt af flottu fólki sem mig langar til þess að vinna með. En líka vegna þess að þetta verður flott leikár núna.“ Hann segir þetta í raun vera með flottari leikárum sem hann hefur séð, en kynning Borgarleikhússins á leikári sínu fór fram í dag. „Geðveik klassík með flottum leikstjórum og líka splunkuný verk. Það eru teknir fullt af sjénsum.“ En Tyrfingur fullyrðir að Borgarleikhúsið hræðist ekki að taka áhættur. „Það er svo gaman að vinna í svoleiðis umhverfi. Allir á nálum alltaf,“ segir hann. Hann segir enga embættismenn starfa í Borgarleikhúsinu heldur fái hann algjört frelsi til þess að skrifa leikritið. „Ég er til dæmis að fara út núna og það er bara sagt: „Gó kreisí, gerðu bara það sem þú vilt gera.“ Mér er bara alveg treyst til þess að vinna þetta verk,“ segir Tyrfingur. Hann kemur til með að skrifa tvö verk á komandi ári. „Fyrra verkið, sem heitir Bláskjár, verður frumsýnt í febrúar. Það er ég að gera í samvinnu við leikhóp,“ útskýrir hann. „Síðan samhliða því að vinna að öðru verki fyrir Borgarleikhúsið sem frumsýnt verður á næsta leikári.“ Verkin tvö eru alveg ólík og því bíður Tyrfings mikil vinna við skriftir. „Bláskjár gerist í Kópavog. Að sjálfsögðu,“ útskýrir hann. „Það gerist í rauntíma, það er akkúrat á þeim tíma sem verkið tekur í flutningi. Þetta er óvenjulegt verk, það er svolítið gróft og innilokað en ég held að það verði fyndið líka.“ Hann segir hitt verkið talsvert fríkaðra. „Það er alveg á byrjunarstigi. Ronald McDonald, trúðurinn, kemur við sögu ásamt fleiri karakterum. Það verður um það hvað við erum dugleg að fara í Kringluna.“ Tyrfingur er þekktur fyrir verkið Grande sem hann fékk Grímutilnefningu fyrir nú í vor. Hann stundaði nám við LHÍ á brautinni Fræði og framkvæmd og útskrifaðist þaðan fyrir ári síðan. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta er sexí það er það sem þetta er,“ segir Tyrfingur Tyrfingsson um þann heiður sem honum var sýndur í dag, en hann var valinn næsta leikskáld leikritunarsjóðs Borgarleikhússins. „Þetta er svolítið sexí bæði af því að ég þekki til uppi í Borgarleikhúsi og þar er fullt af flottu fólki sem mig langar til þess að vinna með. En líka vegna þess að þetta verður flott leikár núna.“ Hann segir þetta í raun vera með flottari leikárum sem hann hefur séð, en kynning Borgarleikhússins á leikári sínu fór fram í dag. „Geðveik klassík með flottum leikstjórum og líka splunkuný verk. Það eru teknir fullt af sjénsum.“ En Tyrfingur fullyrðir að Borgarleikhúsið hræðist ekki að taka áhættur. „Það er svo gaman að vinna í svoleiðis umhverfi. Allir á nálum alltaf,“ segir hann. Hann segir enga embættismenn starfa í Borgarleikhúsinu heldur fái hann algjört frelsi til þess að skrifa leikritið. „Ég er til dæmis að fara út núna og það er bara sagt: „Gó kreisí, gerðu bara það sem þú vilt gera.“ Mér er bara alveg treyst til þess að vinna þetta verk,“ segir Tyrfingur. Hann kemur til með að skrifa tvö verk á komandi ári. „Fyrra verkið, sem heitir Bláskjár, verður frumsýnt í febrúar. Það er ég að gera í samvinnu við leikhóp,“ útskýrir hann. „Síðan samhliða því að vinna að öðru verki fyrir Borgarleikhúsið sem frumsýnt verður á næsta leikári.“ Verkin tvö eru alveg ólík og því bíður Tyrfings mikil vinna við skriftir. „Bláskjár gerist í Kópavog. Að sjálfsögðu,“ útskýrir hann. „Það gerist í rauntíma, það er akkúrat á þeim tíma sem verkið tekur í flutningi. Þetta er óvenjulegt verk, það er svolítið gróft og innilokað en ég held að það verði fyndið líka.“ Hann segir hitt verkið talsvert fríkaðra. „Það er alveg á byrjunarstigi. Ronald McDonald, trúðurinn, kemur við sögu ásamt fleiri karakterum. Það verður um það hvað við erum dugleg að fara í Kringluna.“ Tyrfingur er þekktur fyrir verkið Grande sem hann fékk Grímutilnefningu fyrir nú í vor. Hann stundaði nám við LHÍ á brautinni Fræði og framkvæmd og útskrifaðist þaðan fyrir ári síðan.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði