Innlent

Gufusprengingar við Gengissig

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mynd fengin af facebook síðu Almannavarna.
Mynd fengin af facebook síðu Almannavarna.
Göngufólk sem hyggur á ferðir upp í Kverkfjöll er beðið um að gæta fyllstu varúðar í kringum lónið Gengissig þar sem í gær urðu gufusprengingar í kjölfar snöggrar þrýstiléttunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Landverðir í Kverkfjöllum tilkynntu Almannavörnum það í gær að áin Volga hefði vaxið og rutt göngubrú yfir hana úr vegi. Þá var tilgátan sú að þarna væri á ferðinni vatn úr jökulstífluðu lóni sem liggur í 1600 metra hæð yfir sjó á háhitasvæðinu í Kverkfjöllum. Í dag fór svo hópur, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ásamt vísindamönnum frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun, á staðinn til að rannsaka málið með þyrlu frá Landhelgisgæslunni. Sást þá að lónið, sem kallað er Gengissig, er tómt. Í kjölfarið urðu fyrrnefndar gufusprengingar sem verða vegna snöggrar þrýstiléttunar. Volga stefnir nú í sitt fyrra horf samkvæmt sýnum sem hópurinn tók.

Atburðurinn gekk yfir á tæpum sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×