Fótbolti

Pellegrini ekki búinn að semja við City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Manuel Pellegrini neitar því að hann hafi gengið frá samningum um að taka við Manchester City.

Talið er fullvíst að Roberto Mancini verði rekinn frá City. Liðið tapaði bikarúrslitaleiknum gegn Wigan um helgina, missti meistaratitilinn til grannanna í United og komst ekki áfram úr sínum riðli í Meistaradeildinni.

„Ég neita því alfarið að ég er nýr stjóri Manchester City,“ sagði Pellegrini sem er nú stjóri spænska liðsins Malaga.

„Ég er með samning við Malaga þess efnis að ég ræði ekki við önnur félög. Ég er ekki með samning við neitt annað félag,“ bætti hann við.

„Ég er það heppinn að hvert ár hafa mörg stór félög áhuga á mér. Ég vona að framtíðin muni skýrast enn fremur á næstu dögum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×