Fótbolti

Markvörður skoraði sjálfsmark í sínum fyrsta leik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Radu Mitu vill væntanlega gleyma sínum fyrsta leik með liði Milsami-Ursidos í Moldavíu sem allra fyrst.

Markvörðurinn gerði sig sekan um slæm mistök í heimaleik gegn Rapid Ghidighici á laugardaginn. Hann varði þá laflaust skot sem að stefni langt framhjá.

Mitu ætlaði að koma boltanum strax í leik en brást heldur betur bogalistin. Atvikið óheppilega má sjá í myndbandinu hér að neðan eftir tíu sekúndur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×