Fótbolti

Real Madrid vildi fá Ancelotti en PSG sagði nei

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti og Nasser Al-Khaleifi.
Carlo Ancelotti og Nasser Al-Khaleifi. Mynd/NordicPhotos/Getty
Nasser al Khelaifi, forseti franska liðsins Paris St Germain, segir að félagið hafi fengið hafnað fyrirspurn frá Real Madrid sem vildi fá Carlo Ancelotti til að taka við spænska liðinu. PSG vill halda ítalska þjálfaranum sem er á sínu öðru ári með liðið.

Carlo Ancelotti gerði Paris St Germain að frönskum meisturum í gær en þetta var fyrsti meistaratitill félagsins í 19 ár. Liðið komst einnig í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.

„Fulltrúar Real Madrid komu til okkar og við ræddum þetta. Hann er með samning við okkur í eitt ár til viðbótar og ég vil hafa hann áfram. Carlo er frábær náungi og ég er viss um að hann klári samninginn sinn," sagði Al Khelaifi við Reuters.

Real Madrid er að leita sér að nýjum þjálfara til þess að taka við af Jose Mourinho sem er á förum þótt að það hafi ekki verið staðfest af honum sjálfum eða félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×