Íslenski boltinn

Ekkert lið betra en Fylkir eftir að glugginn opnaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Fylkismenn unnu í gær sinn fjórða leik í röð í Pepsi-deild karla í fótbolta og hafa þar með unnið alla leiki sína síðan að félagsskiptaglugginn opnaði 15. júlí síðastliðinn.

Fylkismenn eru eina liðið í deildinni sem hefur fullt hús í síðustu fjórum umferðum en liðið hefur náð í 12 af 16 stigum sínum í sumar síðan kappar eins og Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Guy Roger Eschmann og Emil Berger bættust í hópinn í Árbænum.

Það er ekki nóg með að Fylkismenn hafi fagnað sigri í öllum þessum fjórum leikjum þá er markatala liðsins afar glæsileg eða 11-2 þeim í dag. Það eru bara Valsmenn sem hafa skorað fleiri mörk á þessum tíma (11) og bara FH-ingar sem hafa fengið á sig færri mörk (1).

Hér fyrir neðan má sjá stig liðanna í Pepsi-deildinni frá því að félagsskiptaglugginn opnaði 15. júlí 2013. Öll liðin hafa leikið fjóra leiki á þessum tíma nema Breiðablik og ÍA sem eiga eftir að spila sinn leik frá því í 14. umferð.

Stig liða eftir að glugginn opnaði:

Fylkir 12 stig (Markatala: 11-2)

FH 10 stig (7-1)

KR 9 stig (10-5)

Valur 7 stig (12-8)

Breiðablik 7 stig (3 leikir, 5-2)

Stjarnan 5 stig (6-5)

Víkingur Ó. 5 stig (6-7)

ÍA 3 stig (3 leikir, 6-8)

Fram 3 stig (4-11)

Keflavík 3 stig (2-10)

Þór 1 stig (3-7)

ÍBV 0 stig (4-10)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×