Íslenski boltinn

Ágúst strax orðinn betri en í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar fagna einu marka sinna í gær.
KR-ingar fagna einu marka sinna í gær. Mynd/Stefán
KR-ingar komust á topp Pepsi-deildar karla í gær eftir 3-1 sigur á ÍBV á KR-vellinum en á sama tíma töpuðu FH-ingar stigum á heimavelli í markalausu jafntefli á móti Blikum.

KR-liðið hefur þar með þegar gert betur í ágúst í ár en allan ágústmánuði í fyrra þegar þeir misstu hreinlega af lestinni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

KR hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í ágúst í ár en fékk aðeins fjögur stig út úr fjórum leikjum í fyrra. KR-liðið hóf þá ágústmánuð í efsta sætinu en við lok mánaðarins var Vesturbæjarliðið komið sjö stigum á eftir verðandi Íslandsmeisturum FH.

KR-ingar hafa eins stigs forskot á FH eftir fimmtándu umferðina í gær en KR-liðið á líka leik inni á FH-liðið sem er á móti Val á heimavelli. Áður en að þeim leik kemur þurfa KR-ingar að spila bæði við Breiðablik og FH.

KR í ágúst 2012

4 stig í 4 leikjum

1 sigur (FH 3-1)

1 jafntefli (Fram 1-1)

2 töp (ÍBV 0-2, Valur 2-3)



KR í ágúst 2013

6 stig í 2 leikjum

2 sigrar (Þór 3-1, ÍBV 3-1)

0 jafntefli

0 töp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×