Innlent

Felix Bergsson: „Get ekki setið undir svona kjaftæði“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Felix Bergsson (t.v.) vandar Gylfa Ægissyni ekki kveðjurnar.
Felix Bergsson (t.v.) vandar Gylfa Ægissyni ekki kveðjurnar. samsett mynd
„Takk Gylfi Ægisson fyrir að staðfesta enn og aftur hvers vegna við þurfum að halda Hinsegin daga á hverju ári, alltaf, aftur og aftur,“ skrifar Felix Bergsson á Facebook-síðu sína í kjölfar ummæla Gylfa Ægissonar um samkynhneigða.

„Það er vegna þess að menn eins og þú og Halldór vinur þinn í Kópavogi eru til, hafa alltaf verið til og munu alltaf vera til. Leitt að þurfa að henda þér af vinalistanum.“

Felix segir að sér finnist Gylfi ágætur en að hann geti ekki „setið undir svona kjaftæði“.

„Í framhjáhlaupi ætla ég að biðja þig um að hætta að reyna að skreyta glæpsamlegar skoðanir þínar (já hatursáróður er glæpur) með vináttu þinni við Pál Óskar eða aðra úr hópi samkynhneigðra. Þetta hafa margir reynt, m.a. krónprinsar íhaldsins og fordómanna Árni Johnsen og Gunnar í Krossinum. Það gerir kjaftæðið jafnvel enn ömurlegra,“ skrifar Felix ómyrkur í máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×