Íslenski boltinn

Björn Daníel: Davíð Þór er leiðinlegur

Stefán Árni Pálsson skrifar
MYND/DANÍEL
Björn Daníel Sverrisson mun yfirgefa FH í lok tímabilsins og ganga í raðir Viking Stavanger en hann skrifaði undir samning við félagið í síðustu viku. Leikmaðurinn hefur verið frábær í Pepsi-deilda karla á tímabilinu og var snemma orðið ljóst að hann myndi fara frá klúbbnum á miðju tímabili eða eftir.

Vefsíðan www.fhingar.net fékk drenginn í skemmtilegt viðtal sem má lesa hér að neðan.

Hvað hefuru vitað af áhuga Vikings lengi?  Ætli það sé ekki svona 5-6 vikur síðan ég heyrði fyrst af áhuga frá þeim.

Voru einhver önnur lið sem sýndu áhuga?

Einhver önnur norsk lið voru búinn að sýna áhuga en áhuginn frá þeim var enginn í samanburði við Viking.

Hvert kemur til með að vera hlutverk þitt í liði Víkings?  Ég býst við að ég eigi að verða besti leikmaður liðsins. Annað væri bábilja. Ef ekki það þá býst ég við að ég sé hugsaður sem leikmaður til þess að stýra spilinu hjá þeim.

Nú spila tveir íslendingar með Viking, ræddirðu eitthvað við þá áður en þú skrifaðir undir? Ég talaði aðeins við Indriða og hann talaði vel um staðinn og klúbbinn. Jón Daða þekki ég frá því að hafa spilað með honum hjá U-21 landsliðinu. Þannig að það er bara drullufínt að það séu tveir Íslendingar þarna. Þá þarf ég ekkert að vera læra norsku.

 

Veistu eitthvað hvernig staður Stavanger er?  Ég veit að að það búa um 130 þúsund manns þar. Það er rándýrt að búa þarna. Á víst að vera partýbær á sumrin. Eitthvað af Íslendingum búa þarna. Stavanger er grjóthart nafn á bæ. Meðalhitinn yfir allt árið er cirka 10 gráður. Öðru kemst ég að þegar ég flyt.

Nú spilaðir þú með norðmanninum Alexander Söderlund á sínum tíma. Mun sú reynsla nýtast þér eitthvað úti?  Já ætli hann verði ekki mín fyrirmynd að því hvernig á að meika það í norska boltanum. Hann er að verða stærsta nafnið þarna. Ég ætla hringja í hann á næstu dögum og fá góð ráð.

Nú er Davíð Þór Viðarsson kominn aftur í FH. Hefur það eitthvað með brottför þína að gera?  Já. Davíð er leiðinlegur.

Þú muntu klára tímabilið á Íslandi. Var einhvern tímann inn í myndinni að fara út í glugganum?  Það kom aldrei upp sú staða að ég þurfti að velja. Kannski sem betur fer. Það hefði verið vel stressandi að hafa Heimi og Lauga á eftir sér allan daginn inn og út að biðja mann um að vera áfram og þurfa svo alltaf að vera svara Christian Landu Landu og hlusta á hann vera að biðja mig um að koma til Noregs.

Hvað er planið núna fram að því að þú ferð út?

Ég klára tímabilið með FH, vonandi með titli. Svo fer ég í 4-5 vikur til Noregs og æfi með liðinu þar. Kem svo aftur heim og slaka á og flyt síðan til Noregs í byrjun janúar.

Ef þú mættir velja einn leikmann FH til að taka með þér út sem aðstoðarmann, hver yrði fyrir valinu?  Godmann Thorisson. Hann þekkir Noreg eins og handabakið á sér eftir tvö farsæl ár sem atvinnumaður þar. Hann gæti kennt mér hvernig á að lifa atvinnumannalífinu. Svo þekkir hann inná norsku stelpurnar. Hann gæti kennt mér það. Hann er myndarlegur. Hann reyndar getur ekki kennt mér það, ég var óheppinn. Hann er líka bara ótrúlega skemmtilegur og vanmetinn fótboltamaður að ég er að pæla í að tala við þá þegar ég fer út og reyna fá þá til að kaupa Guðmann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×