Innlent

Dýrir símar enn í óskilum í Vestmannaeyjum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Það er mikið af óskilamunum hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir Þjóðhátíð.
Það er mikið af óskilamunum hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir Þjóðhátíð. mynd/lögreglan í Vestmannaeyjum




„Við erum með mikið símum sem fólk hefur tapað, margir þeirra eru mjög dýrir, segir Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.  „En við höfum greinilega ekki fengið alla síma sem hafa tapast inn á borð hjá okkur, miðað við öll þau símtöl  sem við höfum fengið.“

Samkvæmt lögreglunni er einnig nokkuð um myndavélar, bakpoka og fatnað, til dæmis eru eftir þrennar lopapeysur.  „Einnig erum við með gleraugu og lykla, bæði húslykla og bíllykla. En það er enginn bíll eftir inni í dal, svo fólk hefur náð að bjarga sér.“

„Það er ótrúlega mikið magn sem skilar sér, við hendum engu og fólk getur þess vegna komið hingað eftir ár og athugað með hlutina sína. Geymsla lögreglunnar er samt alls ekki full af munum frá Þjóðhátíðum síðustu ára, því yfirleitt gengur vel að koma öllum hlutum í réttar hendur.“

Það er mikið af bakpokum og fatnaði í óskilum.mynd/lögreglan í Vestmannaeyjum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×