Fyrri árásir ógnuðu ekki upplýsingaöryggi

Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir upplýsingarnar sem CERT-ÍS netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunarinnar óski eftir nái bara yfir þann tíma frá því hún varð til. Reglugerð um sveitina tók gildi 1. júní síðastliðinn, en báðar árásirnar voru gerðar fyrir þann tíma.
Að sögn Hrannars var upplýsingaöryggi ekki ógnað í árásunum tveimur. Útliti á forsíðu var breytt í þeirr fyrri, en í síðara skiptið var útliti á undirsíðu á vefnum breytt. „Ég ítreka að þessi sveit er stofnuð á þessu ári. Það sem við munum senda henni héðan í frá átti auðvitað ekki við á þeim tíma.“
Hrannar segir þó að atvik sem þessi séu alltaf notuð til rýni frá fyrirtækinu. Það hafi fengið utanaðkomandi aðila til að gera úttektir og koma með úrbótatillögur. „Við höfum greinilega ekki gert nóg, en við erum ekki aðgerðalausir. Hér munu menn velta upp hverjum steini og ekki una sér hvíldar fyrr en þetta er orðið eins öruggt og hægt er að hafa það. Það ætti engum að dyljast hversu alvarlegum augum við lítum þetta mál eftir þetta atvik.
Tengdar fréttir

Vodafonelekinn: Hefur djúpstæð áhrif á sálarheill fólks
"Þetta mun mögulega kom til með að hafa djúpstæðar afleiðingar á líf og líðan nokkurra einstaklinga," segir sálfræðingur um árásina á Vodafone. Þúsundir persónulegra skilaboða eru nú í dreifingu á meðal manna og getur slíkt haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálarheill fólks.

Tyrkneski hakkarinn skoðaði líka síðu Símans
Sömu ip-tölur og tengjast árasinni á vef Vodafone, voru skráð í kerfið hjá Símanum í fyrrinótt.

Þúsundir lykilorða komin á netið
30 þúsund kennitölur, ásamt símanúmeri og netföngum, eru meðal þeirra upplýsinga sem láku á netið í morgun. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir ráðuneytið vinna í málinu með viðeigandi undirstofnunum.

Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga
Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina.

Ástar- og kynlífsfíklar fórnarlömb Vodafone-lekans
Meðal þeirra viðkvæmu persónuupplýsinga sem er að finna í gögnum sem stolið var frá Vodafone eru smáskilaboð sem send voru frá samtökum sem almennt grundvallast á nafnleynd.

Vodafone fundar með lögreglu vegna lekans
Vodafone segir í tilkynningu að innbrotið á vefinn í nótt verði kært til lögreglu og svarar spurningum viðskiptavina.

Ráðist hefur verið á vef Vodafone í þrígang
Ráðist hefur verið í þrígang á vefsíðu Vodafone á Íslandi síðastliðin tvö ár en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti
Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir.

Tyrkneskur hakkari birtir persónuupplýsingar
Vodafone biðst afsökunar á að sent út ranga fréttatilkynningu í morgun.

Um 10 þúsund manns sótt Vodafone gögnin
Hægt er að sækja gögnin á vefsíðunni Deildu.net en Vodafone hefur biðlað til fólks að dreifa ekki gögnunum.

Forsvarsmenn Vodafone mættu fyrir umhverfis- og samgöngunefnd
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir fundinum vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags.