Fótbolti

Lars ræðir við KSÍ eftir leikinn gegn Noregi

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. vísir/vilhelm
„Ég vona að ég þurfi ekki að ræða það núna. Samningurinn er út árið og ef við komumst áfram á HM verð ég áfram með liðið í lokakeppninni,“ sagði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í Osló í morgun.

Samningur Svíans rennur út í lok ársins og ekki liggur fyrir hvort hann verði áfram með liðið.

„Ég hef rætt við forsvarsmenn KSÍ á léttum nótum. Báðir aðilar eru jákvæðir en við höfum ekki sest niður og neglt neitt niður. Við munum gera það í kjölfar leiksins á morgun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×