Enski boltinn

Benayoun: Slæmir stjórnunarhættir fóru með Torres

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir félagar hjá Liverpool
Þeir félagar hjá Liverpool Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Yossi Benayoun vill meina að Chelsea hafi skaðað framherjann Fernando Torres, leikmann liðsins, með slæmum stjórnunarhætti knattspyrnustjóra liðsins en þeir hafa verið fjölmargir á þeim tíma sem Spánverjinn hefur dvalið hjá Chelsea.

Benayoun lék við hlið Torres hjá Liverpoll í 142 leikjum hjá Liverpool í þau þrjú og hálft tímabil sem leikmennirnir léku saman. Í þessum leikjum skoraði Torres 81 mark. Benayoun telur að Torres verði aldrei sami leikmaðurinn.

„Það hlýtur að vera erfitt fyrir leikmanninn þar sem hann var einn besti framherji Evrópu á sínum tíma. Hann var magnaður, maður gat gefið boltann á hann og hann skoraði nánast undantekningalaust."

„Hann byrjaði illa hjá Chelsea þegar hann kom til liðsins og var fljótlega settur á bekkinn. Alveg frá byrjun var sjálfstraust hans í molum og umræðan um kaupverðið á leikmanninum truflaði hann augljóslega."

„Fyrir mitt leyti er hann enn einn af bestu framherjunum í heiminum. Maður fer ekki svo auðveldlega frá því að vera einn af þeim bestu í leikmann sem á ekki skilið að vera í liðinu hjá Chelsea. Þetta snýst um hvernig komið var fram við leikmanninn og farið illa með hæfileika hans."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×