Enski boltinn

Dempsey lánaður til Fulham

Dempsey fagnar í leik með Spurs.
Dempsey fagnar í leik með Spurs.
Eins og við var búist hefur framherjinn Clint Dempsey gert lánssamning við Fulham. Hann mun verða í láni hjá félaginu næstu tvo mánuðina en hann er leikmaður Seattle Sounders í Bandaríkjunum.

Hinn þrítugi Dempsey lék með Fulham í rúm fimm ár á sínum tíma. Hann fór svo í eitt ár til Tottenham áður en hann hélt heim á leið.

Hann setti ákvæði í samning sinn við Sounders um að hann gæti farið að láni þann tíma sem ekki væri verið að spila í Bandaríkjunum. Hann hefur nú nýtt sér það ákvæði.

"Það er gott að vera kominn aftur. Fulham er mitt heimili í Evrópi," sagði Dempsey. "Það er HM fram undan og ég vil vera í mínu allra besta formi þar."

Fulham er í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og veitir því ekki af liðsstyrknum. Dempsey verður ekki löglegur með liðinu fyrr en eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×