Ferðamenn borga stórfé til að dorga Nanna Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2013 07:00 Reykjavíkurhöfn iðar af lífi þessa dagana og fjölbreytt afþreying í boði fyrir nýjungagjarna ferðamenn sem og aðra sem vilja slaka á og njóta fegurðar sólarinnar þegar hún speglast á haffletinum. Fréttablaðið/Anton Ferðamönnum býðst nú að leigja veiðistöng og dorga í Reykjavíkurhöfn. Ferðamannaiðnaðurinn hefur blómstrað hér á landi undanfarin ár og af því tilefni hafa skotið upp kollinum ýmsar nýjungar í borginni ætlaðar ferðamönnum. Rent a rod, sem útleggst á íslensku „leigðu stöng“, hefur aðeins verið starfrækt í um tvær vikur. Starfsemin fer fram í litlum skúr á Reykjavíkurhöfn og býður upp á skammtímaleigu á veiðistöngum fyrir ferðamenn sem geta dorgað í höfninni. Tveir austurrískir ferðamenn gátu ekki setið á sér að prófa að dorga en þeir sögðust vera meðalreyndir veiðimenn. „Þetta var frábært,“ fullyrtu félagarnir eftir að þeir skiluðu stöngunum. „Jafnvel þó að við höfum ekki veitt neinn fisk,“ bættu þeir við og hlógu. Herramennirnir tveir sögðust ekki vera með þaulskipulagða dagskrá fyrir daginn, í raun og veru væru þeir spenntastir fyrir því að finna huggulegan garð, opna einn kaldan öl og njóta veðursins. Skammtímaleiga á veiðistöngum hefur ekki verið í boði áður. Áður en þessi þjónusta var sett upp á höfninni var aðeins hægt að fara í sérstakar sjóveiðiferðir sem eru dýrari og ekki eins aðgengilegar fyrir ferðamenn, segir Fannar Örn Hafþórsson, starfsmaður Rent a rod. „Eigandinn, Jakob Hrafnsson, er mikill veiðikall og sá að það vantaði svona þjónustu í bæinn þar sem það geta ekki allir farið á sjóstöng. Þetta er sérstaklega gott fyrir þá sem eru sjóveikir og vilja veiða með fast land undir fótum. Áður hefðu ferðamenn þurft að kaupa sér sína eigin stöng ef þeir vildu veiða í höfninni,“ bætir hann við. Fannar býst við miklum vinsældum leigunnar en lítil reynsla er komin á verkefnið eins og er. Enginn vafi er þó á því að litli skúrinn við höfnina er skemmtileg viðbót í flóru þeirrar afþreyingarmöguleika sem ferðamönnum stendur til boða að nýta sér þegar þeir dveljast í borginni.Leiguverð á stöngum hjá Rent a rodÞað kostar sitt fyrir ferðamenn að dorga í höfninni. Verðið er eftirfarandi: Hálftími kostar 1.500 krónur. Klukkustund kostar 3.000 krónur. Tvær klukkustundir kosta 4.990 krónur. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Ferðamönnum býðst nú að leigja veiðistöng og dorga í Reykjavíkurhöfn. Ferðamannaiðnaðurinn hefur blómstrað hér á landi undanfarin ár og af því tilefni hafa skotið upp kollinum ýmsar nýjungar í borginni ætlaðar ferðamönnum. Rent a rod, sem útleggst á íslensku „leigðu stöng“, hefur aðeins verið starfrækt í um tvær vikur. Starfsemin fer fram í litlum skúr á Reykjavíkurhöfn og býður upp á skammtímaleigu á veiðistöngum fyrir ferðamenn sem geta dorgað í höfninni. Tveir austurrískir ferðamenn gátu ekki setið á sér að prófa að dorga en þeir sögðust vera meðalreyndir veiðimenn. „Þetta var frábært,“ fullyrtu félagarnir eftir að þeir skiluðu stöngunum. „Jafnvel þó að við höfum ekki veitt neinn fisk,“ bættu þeir við og hlógu. Herramennirnir tveir sögðust ekki vera með þaulskipulagða dagskrá fyrir daginn, í raun og veru væru þeir spenntastir fyrir því að finna huggulegan garð, opna einn kaldan öl og njóta veðursins. Skammtímaleiga á veiðistöngum hefur ekki verið í boði áður. Áður en þessi þjónusta var sett upp á höfninni var aðeins hægt að fara í sérstakar sjóveiðiferðir sem eru dýrari og ekki eins aðgengilegar fyrir ferðamenn, segir Fannar Örn Hafþórsson, starfsmaður Rent a rod. „Eigandinn, Jakob Hrafnsson, er mikill veiðikall og sá að það vantaði svona þjónustu í bæinn þar sem það geta ekki allir farið á sjóstöng. Þetta er sérstaklega gott fyrir þá sem eru sjóveikir og vilja veiða með fast land undir fótum. Áður hefðu ferðamenn þurft að kaupa sér sína eigin stöng ef þeir vildu veiða í höfninni,“ bætir hann við. Fannar býst við miklum vinsældum leigunnar en lítil reynsla er komin á verkefnið eins og er. Enginn vafi er þó á því að litli skúrinn við höfnina er skemmtileg viðbót í flóru þeirrar afþreyingarmöguleika sem ferðamönnum stendur til boða að nýta sér þegar þeir dveljast í borginni.Leiguverð á stöngum hjá Rent a rodÞað kostar sitt fyrir ferðamenn að dorga í höfninni. Verðið er eftirfarandi: Hálftími kostar 1.500 krónur. Klukkustund kostar 3.000 krónur. Tvær klukkustundir kosta 4.990 krónur.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira