Ferðamenn borga stórfé til að dorga Nanna Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2013 07:00 Reykjavíkurhöfn iðar af lífi þessa dagana og fjölbreytt afþreying í boði fyrir nýjungagjarna ferðamenn sem og aðra sem vilja slaka á og njóta fegurðar sólarinnar þegar hún speglast á haffletinum. Fréttablaðið/Anton Ferðamönnum býðst nú að leigja veiðistöng og dorga í Reykjavíkurhöfn. Ferðamannaiðnaðurinn hefur blómstrað hér á landi undanfarin ár og af því tilefni hafa skotið upp kollinum ýmsar nýjungar í borginni ætlaðar ferðamönnum. Rent a rod, sem útleggst á íslensku „leigðu stöng“, hefur aðeins verið starfrækt í um tvær vikur. Starfsemin fer fram í litlum skúr á Reykjavíkurhöfn og býður upp á skammtímaleigu á veiðistöngum fyrir ferðamenn sem geta dorgað í höfninni. Tveir austurrískir ferðamenn gátu ekki setið á sér að prófa að dorga en þeir sögðust vera meðalreyndir veiðimenn. „Þetta var frábært,“ fullyrtu félagarnir eftir að þeir skiluðu stöngunum. „Jafnvel þó að við höfum ekki veitt neinn fisk,“ bættu þeir við og hlógu. Herramennirnir tveir sögðust ekki vera með þaulskipulagða dagskrá fyrir daginn, í raun og veru væru þeir spenntastir fyrir því að finna huggulegan garð, opna einn kaldan öl og njóta veðursins. Skammtímaleiga á veiðistöngum hefur ekki verið í boði áður. Áður en þessi þjónusta var sett upp á höfninni var aðeins hægt að fara í sérstakar sjóveiðiferðir sem eru dýrari og ekki eins aðgengilegar fyrir ferðamenn, segir Fannar Örn Hafþórsson, starfsmaður Rent a rod. „Eigandinn, Jakob Hrafnsson, er mikill veiðikall og sá að það vantaði svona þjónustu í bæinn þar sem það geta ekki allir farið á sjóstöng. Þetta er sérstaklega gott fyrir þá sem eru sjóveikir og vilja veiða með fast land undir fótum. Áður hefðu ferðamenn þurft að kaupa sér sína eigin stöng ef þeir vildu veiða í höfninni,“ bætir hann við. Fannar býst við miklum vinsældum leigunnar en lítil reynsla er komin á verkefnið eins og er. Enginn vafi er þó á því að litli skúrinn við höfnina er skemmtileg viðbót í flóru þeirrar afþreyingarmöguleika sem ferðamönnum stendur til boða að nýta sér þegar þeir dveljast í borginni.Leiguverð á stöngum hjá Rent a rodÞað kostar sitt fyrir ferðamenn að dorga í höfninni. Verðið er eftirfarandi: Hálftími kostar 1.500 krónur. Klukkustund kostar 3.000 krónur. Tvær klukkustundir kosta 4.990 krónur. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Ferðamönnum býðst nú að leigja veiðistöng og dorga í Reykjavíkurhöfn. Ferðamannaiðnaðurinn hefur blómstrað hér á landi undanfarin ár og af því tilefni hafa skotið upp kollinum ýmsar nýjungar í borginni ætlaðar ferðamönnum. Rent a rod, sem útleggst á íslensku „leigðu stöng“, hefur aðeins verið starfrækt í um tvær vikur. Starfsemin fer fram í litlum skúr á Reykjavíkurhöfn og býður upp á skammtímaleigu á veiðistöngum fyrir ferðamenn sem geta dorgað í höfninni. Tveir austurrískir ferðamenn gátu ekki setið á sér að prófa að dorga en þeir sögðust vera meðalreyndir veiðimenn. „Þetta var frábært,“ fullyrtu félagarnir eftir að þeir skiluðu stöngunum. „Jafnvel þó að við höfum ekki veitt neinn fisk,“ bættu þeir við og hlógu. Herramennirnir tveir sögðust ekki vera með þaulskipulagða dagskrá fyrir daginn, í raun og veru væru þeir spenntastir fyrir því að finna huggulegan garð, opna einn kaldan öl og njóta veðursins. Skammtímaleiga á veiðistöngum hefur ekki verið í boði áður. Áður en þessi þjónusta var sett upp á höfninni var aðeins hægt að fara í sérstakar sjóveiðiferðir sem eru dýrari og ekki eins aðgengilegar fyrir ferðamenn, segir Fannar Örn Hafþórsson, starfsmaður Rent a rod. „Eigandinn, Jakob Hrafnsson, er mikill veiðikall og sá að það vantaði svona þjónustu í bæinn þar sem það geta ekki allir farið á sjóstöng. Þetta er sérstaklega gott fyrir þá sem eru sjóveikir og vilja veiða með fast land undir fótum. Áður hefðu ferðamenn þurft að kaupa sér sína eigin stöng ef þeir vildu veiða í höfninni,“ bætir hann við. Fannar býst við miklum vinsældum leigunnar en lítil reynsla er komin á verkefnið eins og er. Enginn vafi er þó á því að litli skúrinn við höfnina er skemmtileg viðbót í flóru þeirrar afþreyingarmöguleika sem ferðamönnum stendur til boða að nýta sér þegar þeir dveljast í borginni.Leiguverð á stöngum hjá Rent a rodÞað kostar sitt fyrir ferðamenn að dorga í höfninni. Verðið er eftirfarandi: Hálftími kostar 1.500 krónur. Klukkustund kostar 3.000 krónur. Tvær klukkustundir kosta 4.990 krónur.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira