Villas-Boas virðist ekki kunna tökin á Englandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. desember 2013 00:01 Villas-Boas er nú í leit að nýju starfi. Mynd/NordicPhotos/Getty Það kom líklega fáum á óvart í gær þegar Tottenham ákvað að reka Andre Villas-Boas sem knattspyrnustjóra félagsins. Hann entist í starfinu í eitt og hálft ár. Spurs tapaði um helgina 5-0 á heimavelli gegn Liverpool. Það var kornið sem fyllti mælinn hjá stjórn félagsins. Aðeins eru þrjár vikur síðan liðið tapaði 6-0 gegn Man. City. „Ég mun ekki taka neina ákvörðun um mína framtíð. Ég mun ekki segja upp því ég er baráttumaður,“ sagði Villas-Boas eftir tapið gegn Liverpool. Gengi liðsins hefur verið undir væntingum í vetur, en liðinu gengið afar illa að skora. Spurs hefur aðeins skorað fimmtán mörk í sextán deildarleikjum. Portúgalanum hefur ekki gengið vel í ensku úrvalsdeildinni. Hann var ráðinn til Chelsea árið 2011 en rekinn einu ári síðar.Hafnaði PSG og Real Tímabilið í fyrra var aftur á móti gott hjá Tottenham. Liðið fékk 72 stig sem venjulega dugar í Meistaradeildarsæti en ekki í fyrra. Stjórinn sagði svo í sumar að hann hefði hafnað tilboðum frá bæði PSG og Real Madrid. Hann vildi vera áfram hjá Tottenham. Spurs seldi Gareth Bale í lok sumars og keypti fjölda leikmanna fyrir þann pening. Ekki hefur gengið sem skyldi að búa til nýtt lið. Þó svo að þessi aðgerð hafi ekki komið á óvart þá hafa margir gagnrýnt hana. Þar á meðal Gary Neville sem segir það taka meiri tíma að byggja nýtt lið en Villas-Boas hafi fengið. Eðlilega er þegar farið að spá í hver muni taka við af brottrekna stjóranum. Nöfn Fabio Capello, landsliðsþjálfara Rússlands, Michaels Laudrup, stjóra Swansea, og Glenn Hoddle, fyrrum leikmanns liðsins, eru þegar komin á borðið og fleiri nöfn eiga klárlega eftir að koma fram á næstunni.Mynd/Heimasíða TottenhamAndré Villas-Boas rekinn í annað skiptið á 22 mánuðumSíðustu sjö leikirnir með Chelsea 1-1 jafntefli við Swansea 3-3 jafntefli við Manchester United 0-2 tap fyrir Everton 1-1 jafntefli við Birmingham (bikar) 1-3 tap fyrir Napoli (Meistaradeild) 3-0 sigur á Bolton 0-1 tap fyrir West Bromwich AlbionRekinn 4. mars 2012Endirinn í ensku úrvalsdeildinni: 5 síðustu leikirnir: 5 stig, markatala: 7-7Síðustu sjö leikirnir með Tottenham 0-6 tap fyrir Manchester City 2-0 sigur á Tromsö (Evrópudeild) 2-2 jafntefli við Manchester United 2-1 sigur á Fulham 2-1 sigur á Sunderland 4-1 sigur á Anzhi (Evrópudeild) 0-5 tap fyrir LiverpoolRekinn 16. desember 2013Endirinn í ensku úrvalsdeildinni: 5 síðustu leikirnir: 7 stig, markatala: 6-15 Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Það kom líklega fáum á óvart í gær þegar Tottenham ákvað að reka Andre Villas-Boas sem knattspyrnustjóra félagsins. Hann entist í starfinu í eitt og hálft ár. Spurs tapaði um helgina 5-0 á heimavelli gegn Liverpool. Það var kornið sem fyllti mælinn hjá stjórn félagsins. Aðeins eru þrjár vikur síðan liðið tapaði 6-0 gegn Man. City. „Ég mun ekki taka neina ákvörðun um mína framtíð. Ég mun ekki segja upp því ég er baráttumaður,“ sagði Villas-Boas eftir tapið gegn Liverpool. Gengi liðsins hefur verið undir væntingum í vetur, en liðinu gengið afar illa að skora. Spurs hefur aðeins skorað fimmtán mörk í sextán deildarleikjum. Portúgalanum hefur ekki gengið vel í ensku úrvalsdeildinni. Hann var ráðinn til Chelsea árið 2011 en rekinn einu ári síðar.Hafnaði PSG og Real Tímabilið í fyrra var aftur á móti gott hjá Tottenham. Liðið fékk 72 stig sem venjulega dugar í Meistaradeildarsæti en ekki í fyrra. Stjórinn sagði svo í sumar að hann hefði hafnað tilboðum frá bæði PSG og Real Madrid. Hann vildi vera áfram hjá Tottenham. Spurs seldi Gareth Bale í lok sumars og keypti fjölda leikmanna fyrir þann pening. Ekki hefur gengið sem skyldi að búa til nýtt lið. Þó svo að þessi aðgerð hafi ekki komið á óvart þá hafa margir gagnrýnt hana. Þar á meðal Gary Neville sem segir það taka meiri tíma að byggja nýtt lið en Villas-Boas hafi fengið. Eðlilega er þegar farið að spá í hver muni taka við af brottrekna stjóranum. Nöfn Fabio Capello, landsliðsþjálfara Rússlands, Michaels Laudrup, stjóra Swansea, og Glenn Hoddle, fyrrum leikmanns liðsins, eru þegar komin á borðið og fleiri nöfn eiga klárlega eftir að koma fram á næstunni.Mynd/Heimasíða TottenhamAndré Villas-Boas rekinn í annað skiptið á 22 mánuðumSíðustu sjö leikirnir með Chelsea 1-1 jafntefli við Swansea 3-3 jafntefli við Manchester United 0-2 tap fyrir Everton 1-1 jafntefli við Birmingham (bikar) 1-3 tap fyrir Napoli (Meistaradeild) 3-0 sigur á Bolton 0-1 tap fyrir West Bromwich AlbionRekinn 4. mars 2012Endirinn í ensku úrvalsdeildinni: 5 síðustu leikirnir: 5 stig, markatala: 7-7Síðustu sjö leikirnir með Tottenham 0-6 tap fyrir Manchester City 2-0 sigur á Tromsö (Evrópudeild) 2-2 jafntefli við Manchester United 2-1 sigur á Fulham 2-1 sigur á Sunderland 4-1 sigur á Anzhi (Evrópudeild) 0-5 tap fyrir LiverpoolRekinn 16. desember 2013Endirinn í ensku úrvalsdeildinni: 5 síðustu leikirnir: 7 stig, markatala: 6-15
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira