Aron Einar og Gylfi Þór í frystikistunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2013 06:30 Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. Nordicphotos/Getty Íslensku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki fengið mörg tækifæri með liðum sínum eftir að þeir sneru heim frá Króatíu þar sem íslenska landsliðið var 90 mínútum frá því að komast á HM í Brasilíu. Tapið á móti Króatíu var gríðarleg vonbrigði fyrir Gylfa og Aron Einar en það hefur ekki heldur verið yfir miklu að gleðjast hjá þeim félögum í vinnunni síðan þá. Knattspyrnustjórar Tottenham og Cardiff hafa nefnilega veðjað á aðra leikmenn í undanförnum fjórum leikjum.Gylfi hefur ekki byrjað Aron Einar hefur verið í byrjunarliðinu í einum leik ólíkt Gylfa Þór sem hefur ekki byrjað neinn þessara leikja. Leikurinn er líka sá eini sem Aron Einar hefur fengið að spila frá því í förinni til Zagreb. Gylfi hefur verið inn og út úr liði Tottenham í vetur og þó svo hann spili mun minna núna en fyrr á tímabilinu þá er breytingin enn meiri fyrir Aron Einar. Hann hefur sjálfur talað um að hafa verið andlega og líkamlega laskaður eftir umspilsleikina en það er mikill munur að spila í 90 mínútur í nær öllum leikjum og að koma ekki við sögu í þremur af síðustu fjórum leikjum. Gylfi Þór nær ekki að fylla einn hálfleik í síðustu fjórum leikjum Tottenham í deildinni. Hann er í tíunda sæti yfir spilaðar mínútur miðjumanna Tottenham í undanförnum fjórum leikjum. Þar hafa menn eins og Nacer Chadli, Lewis Holtby og Érik Lamela fengið stór tækifæri. Aron Einar spilaði 710 mínútur af 720 mögulegum í fyrstu átta deildarleikjum tímabilsins en var inn og út úr liðinu í síðustu leikjum fyrir umspilið þar sem hann meiddist meðal annars á öxl í einum þeirra. Jordon Mutch hefur spilað meira upp á síðkastið og Don Cowie er annar leikmaður sem hefur fengið meiri spilatíma eftir að Aron Einar datt út.Tölfræðin hjá Cardiff og Spurs í síðustu fjórum leikjum.Betri með þá inni á vellinum Ef knattspyrnustjórarnir hafa augun á gengi liðsins með íslensku strákana inn á vellinum þá ættu þeir nú að spila meira. Ekki fer á milli mála að Tottenham og Cardiff gengur betur með Gylfa og Aron inn á grasinu. Fimm mörkum munar á báðum stöðum. Tottenham hefur unnið þær 615 mínútur sem Gylfi hefur spilað 5-3 (Gylfi með þrjú markanna) en markatala liðsins þær 735 mínútur sem hann hefur verið á bekknum er aftur á móti 10-13. Aron Einar er búinn að spila 946 mínútur og markatalan á þeim er 9-12 fyrir mótherja Cardiff. Það er ekki gott en miklu betra en markatalan þær 404 mínútur sem Cardiff hefur verið án Arons. Þá er markatala liðsins skelfileg eða 2-10. Tottenham hefur unnið tvo síðustu deildarleiki sína og því ekki miklar líkur á því að André Villas-Boas geri breytingar á liðinu fyrir leikinn á móti Liverpool um helgina. Gylfi ætti hins vegar að fá tækifæri á móti Anzhi í Evrópudeildinni í kvöld og hver veit nema góð frammistaða þar setji pressu á Villas-Boas að gefa honum alvöruhlutverk á móti fyrrverandi knattspyrnustjóra Gylfa, Brendan Rodgers. Aron og félagar mæta West Bromwich Albion í mikilvægum leik á heimavelli. Tap á móti Crystal Palace og Arsenal í síðustu leikjum án Arons Einars ættu að opna dyrnar fyrir landsliðsfyrirliðann í byrjunarliðið en það er þó ómögulegt að spá fyrir um hvað knattspyrnustjórinn Malky Mackay gerir á laugardaginn. Mikið leikjaálag í jólatörninni ætti að auka líkurnar á því að Gylfi og Aron fái að spila og þá er það bara fyrir okkar menn að nýta tækifærið þegar það gefst. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Íslensku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki fengið mörg tækifæri með liðum sínum eftir að þeir sneru heim frá Króatíu þar sem íslenska landsliðið var 90 mínútum frá því að komast á HM í Brasilíu. Tapið á móti Króatíu var gríðarleg vonbrigði fyrir Gylfa og Aron Einar en það hefur ekki heldur verið yfir miklu að gleðjast hjá þeim félögum í vinnunni síðan þá. Knattspyrnustjórar Tottenham og Cardiff hafa nefnilega veðjað á aðra leikmenn í undanförnum fjórum leikjum.Gylfi hefur ekki byrjað Aron Einar hefur verið í byrjunarliðinu í einum leik ólíkt Gylfa Þór sem hefur ekki byrjað neinn þessara leikja. Leikurinn er líka sá eini sem Aron Einar hefur fengið að spila frá því í förinni til Zagreb. Gylfi hefur verið inn og út úr liði Tottenham í vetur og þó svo hann spili mun minna núna en fyrr á tímabilinu þá er breytingin enn meiri fyrir Aron Einar. Hann hefur sjálfur talað um að hafa verið andlega og líkamlega laskaður eftir umspilsleikina en það er mikill munur að spila í 90 mínútur í nær öllum leikjum og að koma ekki við sögu í þremur af síðustu fjórum leikjum. Gylfi Þór nær ekki að fylla einn hálfleik í síðustu fjórum leikjum Tottenham í deildinni. Hann er í tíunda sæti yfir spilaðar mínútur miðjumanna Tottenham í undanförnum fjórum leikjum. Þar hafa menn eins og Nacer Chadli, Lewis Holtby og Érik Lamela fengið stór tækifæri. Aron Einar spilaði 710 mínútur af 720 mögulegum í fyrstu átta deildarleikjum tímabilsins en var inn og út úr liðinu í síðustu leikjum fyrir umspilið þar sem hann meiddist meðal annars á öxl í einum þeirra. Jordon Mutch hefur spilað meira upp á síðkastið og Don Cowie er annar leikmaður sem hefur fengið meiri spilatíma eftir að Aron Einar datt út.Tölfræðin hjá Cardiff og Spurs í síðustu fjórum leikjum.Betri með þá inni á vellinum Ef knattspyrnustjórarnir hafa augun á gengi liðsins með íslensku strákana inn á vellinum þá ættu þeir nú að spila meira. Ekki fer á milli mála að Tottenham og Cardiff gengur betur með Gylfa og Aron inn á grasinu. Fimm mörkum munar á báðum stöðum. Tottenham hefur unnið þær 615 mínútur sem Gylfi hefur spilað 5-3 (Gylfi með þrjú markanna) en markatala liðsins þær 735 mínútur sem hann hefur verið á bekknum er aftur á móti 10-13. Aron Einar er búinn að spila 946 mínútur og markatalan á þeim er 9-12 fyrir mótherja Cardiff. Það er ekki gott en miklu betra en markatalan þær 404 mínútur sem Cardiff hefur verið án Arons. Þá er markatala liðsins skelfileg eða 2-10. Tottenham hefur unnið tvo síðustu deildarleiki sína og því ekki miklar líkur á því að André Villas-Boas geri breytingar á liðinu fyrir leikinn á móti Liverpool um helgina. Gylfi ætti hins vegar að fá tækifæri á móti Anzhi í Evrópudeildinni í kvöld og hver veit nema góð frammistaða þar setji pressu á Villas-Boas að gefa honum alvöruhlutverk á móti fyrrverandi knattspyrnustjóra Gylfa, Brendan Rodgers. Aron og félagar mæta West Bromwich Albion í mikilvægum leik á heimavelli. Tap á móti Crystal Palace og Arsenal í síðustu leikjum án Arons Einars ættu að opna dyrnar fyrir landsliðsfyrirliðann í byrjunarliðið en það er þó ómögulegt að spá fyrir um hvað knattspyrnustjórinn Malky Mackay gerir á laugardaginn. Mikið leikjaálag í jólatörninni ætti að auka líkurnar á því að Gylfi og Aron fái að spila og þá er það bara fyrir okkar menn að nýta tækifærið þegar það gefst.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira