Bílar og sætar stelpur skipta ekki máli núna 8. nóvember 2013 10:00 Fyrirtæki Sertacs Tasdelen heitir Binnaz abla. Fréttablaðið/Vilhelm Fyrir örfáum árum vann Sertac Tasdelen, sem fjármálaráðgjafi hjá stóru fyrirtæki í Dubai, við að segja fólki hvað það átti að gera við peningana sína. Honum fannst hann ekki fá það sem hann vildi út úr lífinu og fékk hugljómun á jóladag árið 2011. Hann strengdi þess heit að hætta í vinnunni sinni áður en hann yrði þrítugur. Árið 2012 stofnaði hann fyrirtæki með móður sinni þar sem hún spáði í bolla fyrir fólk í gegnum internetið. „Það virkar þannig að fólk tekur mynd af bollanum sínum og sendir henni myndina og hún sendir til baka spádóm. Til að byrja með var þjónustan ókeypis. Síðan ákváðum við að rukka tíu dollara fyrir hvern spádóm. Eftirspurnin óx mjög fljótt svo mikið að við önnuðum ekki eftirspurn. Mamma spáði aðeins í tíu bolla á dag, þannig að við fjölguðum starfsmönnum.“ Móðir Sertac er andlit fyrirtækisins og um hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu í Tyrklandi sem er heimaland þeirra. „Margir sem vinna hjá okkur eru í hjólastól og atvinnutækifæri eru ekki á hverju strái fyrir fatlaða í Tyrklandi, svo það er gaman að geta haft þessi jákvæðu áhrif á líf fólks.“ Til að byrja með sinnti hann vefsíðunni eftir vinnu. Samtals vann hann um tuttugu tíma á sólarhring þegar hann starfaði bæði fyrir fjármálafyrirtækið og sá um vefsíðuna með móður sinni. Í júní 2012 sagði hann upp vinnunni og helgaði sig fjölskyldufyrirtækinu. Þá var hann 29 ára gamall. Sertac þykir meira gefandi að hafa mikil áhrif í minna fyrirtæki en að vera lítið púsl í risastóru fyrirtæki eins og áður. Nú þénar hann þrefalda eða fjórfalda upphæðina sem hann fékk í laun þegar hann starfaði í fjármálabransanum, en þarf að vinna minna og getur ferðast um allan heim og stundað mismunandi jaðaríþróttir. Þess vegna er hann á Íslandi þessa dagana og þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann var hann nýbúinn að kafa í Silfru. „Ég hef alveg breytt um lífsstíl. Þegar ég vann fyrir fjármálafyrirtæki lagði ég mikið upp úr því að eiga fína bíla og elta sætar stelpur. Þessir hlutir skipta mig ekki máli lengur. Maður gleymir því hvaða skópör maður kaupir um ævina, en maður gleymir því aldrei að hafa kafað í Silfru.“ Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Fyrir örfáum árum vann Sertac Tasdelen, sem fjármálaráðgjafi hjá stóru fyrirtæki í Dubai, við að segja fólki hvað það átti að gera við peningana sína. Honum fannst hann ekki fá það sem hann vildi út úr lífinu og fékk hugljómun á jóladag árið 2011. Hann strengdi þess heit að hætta í vinnunni sinni áður en hann yrði þrítugur. Árið 2012 stofnaði hann fyrirtæki með móður sinni þar sem hún spáði í bolla fyrir fólk í gegnum internetið. „Það virkar þannig að fólk tekur mynd af bollanum sínum og sendir henni myndina og hún sendir til baka spádóm. Til að byrja með var þjónustan ókeypis. Síðan ákváðum við að rukka tíu dollara fyrir hvern spádóm. Eftirspurnin óx mjög fljótt svo mikið að við önnuðum ekki eftirspurn. Mamma spáði aðeins í tíu bolla á dag, þannig að við fjölguðum starfsmönnum.“ Móðir Sertac er andlit fyrirtækisins og um hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu í Tyrklandi sem er heimaland þeirra. „Margir sem vinna hjá okkur eru í hjólastól og atvinnutækifæri eru ekki á hverju strái fyrir fatlaða í Tyrklandi, svo það er gaman að geta haft þessi jákvæðu áhrif á líf fólks.“ Til að byrja með sinnti hann vefsíðunni eftir vinnu. Samtals vann hann um tuttugu tíma á sólarhring þegar hann starfaði bæði fyrir fjármálafyrirtækið og sá um vefsíðuna með móður sinni. Í júní 2012 sagði hann upp vinnunni og helgaði sig fjölskyldufyrirtækinu. Þá var hann 29 ára gamall. Sertac þykir meira gefandi að hafa mikil áhrif í minna fyrirtæki en að vera lítið púsl í risastóru fyrirtæki eins og áður. Nú þénar hann þrefalda eða fjórfalda upphæðina sem hann fékk í laun þegar hann starfaði í fjármálabransanum, en þarf að vinna minna og getur ferðast um allan heim og stundað mismunandi jaðaríþróttir. Þess vegna er hann á Íslandi þessa dagana og þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann var hann nýbúinn að kafa í Silfru. „Ég hef alveg breytt um lífsstíl. Þegar ég vann fyrir fjármálafyrirtæki lagði ég mikið upp úr því að eiga fína bíla og elta sætar stelpur. Þessir hlutir skipta mig ekki máli lengur. Maður gleymir því hvaða skópör maður kaupir um ævina, en maður gleymir því aldrei að hafa kafað í Silfru.“
Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira