Bílar og sætar stelpur skipta ekki máli núna 8. nóvember 2013 10:00 Fyrirtæki Sertacs Tasdelen heitir Binnaz abla. Fréttablaðið/Vilhelm Fyrir örfáum árum vann Sertac Tasdelen, sem fjármálaráðgjafi hjá stóru fyrirtæki í Dubai, við að segja fólki hvað það átti að gera við peningana sína. Honum fannst hann ekki fá það sem hann vildi út úr lífinu og fékk hugljómun á jóladag árið 2011. Hann strengdi þess heit að hætta í vinnunni sinni áður en hann yrði þrítugur. Árið 2012 stofnaði hann fyrirtæki með móður sinni þar sem hún spáði í bolla fyrir fólk í gegnum internetið. „Það virkar þannig að fólk tekur mynd af bollanum sínum og sendir henni myndina og hún sendir til baka spádóm. Til að byrja með var þjónustan ókeypis. Síðan ákváðum við að rukka tíu dollara fyrir hvern spádóm. Eftirspurnin óx mjög fljótt svo mikið að við önnuðum ekki eftirspurn. Mamma spáði aðeins í tíu bolla á dag, þannig að við fjölguðum starfsmönnum.“ Móðir Sertac er andlit fyrirtækisins og um hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu í Tyrklandi sem er heimaland þeirra. „Margir sem vinna hjá okkur eru í hjólastól og atvinnutækifæri eru ekki á hverju strái fyrir fatlaða í Tyrklandi, svo það er gaman að geta haft þessi jákvæðu áhrif á líf fólks.“ Til að byrja með sinnti hann vefsíðunni eftir vinnu. Samtals vann hann um tuttugu tíma á sólarhring þegar hann starfaði bæði fyrir fjármálafyrirtækið og sá um vefsíðuna með móður sinni. Í júní 2012 sagði hann upp vinnunni og helgaði sig fjölskyldufyrirtækinu. Þá var hann 29 ára gamall. Sertac þykir meira gefandi að hafa mikil áhrif í minna fyrirtæki en að vera lítið púsl í risastóru fyrirtæki eins og áður. Nú þénar hann þrefalda eða fjórfalda upphæðina sem hann fékk í laun þegar hann starfaði í fjármálabransanum, en þarf að vinna minna og getur ferðast um allan heim og stundað mismunandi jaðaríþróttir. Þess vegna er hann á Íslandi þessa dagana og þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann var hann nýbúinn að kafa í Silfru. „Ég hef alveg breytt um lífsstíl. Þegar ég vann fyrir fjármálafyrirtæki lagði ég mikið upp úr því að eiga fína bíla og elta sætar stelpur. Þessir hlutir skipta mig ekki máli lengur. Maður gleymir því hvaða skópör maður kaupir um ævina, en maður gleymir því aldrei að hafa kafað í Silfru.“ Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Fyrir örfáum árum vann Sertac Tasdelen, sem fjármálaráðgjafi hjá stóru fyrirtæki í Dubai, við að segja fólki hvað það átti að gera við peningana sína. Honum fannst hann ekki fá það sem hann vildi út úr lífinu og fékk hugljómun á jóladag árið 2011. Hann strengdi þess heit að hætta í vinnunni sinni áður en hann yrði þrítugur. Árið 2012 stofnaði hann fyrirtæki með móður sinni þar sem hún spáði í bolla fyrir fólk í gegnum internetið. „Það virkar þannig að fólk tekur mynd af bollanum sínum og sendir henni myndina og hún sendir til baka spádóm. Til að byrja með var þjónustan ókeypis. Síðan ákváðum við að rukka tíu dollara fyrir hvern spádóm. Eftirspurnin óx mjög fljótt svo mikið að við önnuðum ekki eftirspurn. Mamma spáði aðeins í tíu bolla á dag, þannig að við fjölguðum starfsmönnum.“ Móðir Sertac er andlit fyrirtækisins og um hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu í Tyrklandi sem er heimaland þeirra. „Margir sem vinna hjá okkur eru í hjólastól og atvinnutækifæri eru ekki á hverju strái fyrir fatlaða í Tyrklandi, svo það er gaman að geta haft þessi jákvæðu áhrif á líf fólks.“ Til að byrja með sinnti hann vefsíðunni eftir vinnu. Samtals vann hann um tuttugu tíma á sólarhring þegar hann starfaði bæði fyrir fjármálafyrirtækið og sá um vefsíðuna með móður sinni. Í júní 2012 sagði hann upp vinnunni og helgaði sig fjölskyldufyrirtækinu. Þá var hann 29 ára gamall. Sertac þykir meira gefandi að hafa mikil áhrif í minna fyrirtæki en að vera lítið púsl í risastóru fyrirtæki eins og áður. Nú þénar hann þrefalda eða fjórfalda upphæðina sem hann fékk í laun þegar hann starfaði í fjármálabransanum, en þarf að vinna minna og getur ferðast um allan heim og stundað mismunandi jaðaríþróttir. Þess vegna er hann á Íslandi þessa dagana og þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann var hann nýbúinn að kafa í Silfru. „Ég hef alveg breytt um lífsstíl. Þegar ég vann fyrir fjármálafyrirtæki lagði ég mikið upp úr því að eiga fína bíla og elta sætar stelpur. Þessir hlutir skipta mig ekki máli lengur. Maður gleymir því hvaða skópör maður kaupir um ævina, en maður gleymir því aldrei að hafa kafað í Silfru.“
Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein