Innlent

Norðausturvegur opnaður

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Vegurinn tengir Vopnafjörð við Hringveginn
Vegurinn tengir Vopnafjörð við Hringveginn Mynd/Pjetur Sigurðsson
Norðausturvegur til Vopnafjarðar verður formlega opnaður á morgun. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mun klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra.

Vegurinn tengir Vopnafjörð við Hringveginn á Háreksstaðaleið með góðum heilsársvegi og kemur Vopnafirði í betra vegasamband við Norður- og Austurland, styttir leiðina frá þéttbýlinu í Vopnafirði til Egilsstaða um 18 kílómetra og leiðina til Akureyrar um 1 kílómeter.

Áætlað heildarefnismagn í framkvæmdina er 1.700 þúsund rúmmetrar. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina á verðlagi 2013 er um 3.240 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×