„Kjánalegt að gefa sér andstöðu okkar“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Það er engin ástæða til að ætla að þessi stjórnarandstaða muni haga sér með þeim hætti að frumvarpið fái ekki framgang á þinginu. Við höfum ekki tileinkað okkur vinnubrögð síðustu stjórnarandstöðu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær að það gæti tekið tíma að koma frumvarpi um skuldaleiðréttingu heimilanna í gegnum þingið. „Þegar þetta er kynnt þá þarf þetta augljóslega að fara til umræðu hjá þinginu og þar getur verið einhver fyrirstaða,“ segir Sigmundur Davíð sem einnig var spurður út í ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að líklega verði tillögur um bót á skuldavanda heimilanna ekki tilbúnar fyrr en eftir áramót. Bjarni sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku að tillögur myndu berast frá nefndum um skuldavandann í nóvember og desember og að taka þyrfti þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar á þinginu. Því væri hann ekki vongóður um að búið yrði að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum og klára þau í gegnum þrjár umræður fyrir jól. Sigmundur Davíð segir enga ástæðu til að skilja ummæli Bjarna sem svo að sjálfstæðismenn ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmálanum þar sem skuldaleiðrétting heimilanna sé skýrt útlistuð. „Bjarni var fyrst og fremst að lýsa áhyggjum af því að það gæti tekið tíma að koma þessu í gegnum þingið og það eru eðlilegar áhyggjur eins og stjórnarandstaðan hefur talað.“ Árni Páll segir ekki hægt að kenna stjórnarandstöðunni um verkleysi stjórnarinnar. „Það er kjánaleg smjörklípa að halda því fram að stjórnarandstaðan verði í andstöðu við mál sem við höfum aldrei séð. En ég vil auðvitað sjá hvað stendur til. Það fer eftir hvaða þingmann Framsóknarflokks þú talar við hvernig útfærslan á að vera. En forsætisráðherra verður að bera ábyrgð á málinu og ríkisstjórnin þarf að standa skil á að efna loforð sem gefin hafa verið,“ segir Árni Páll. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
„Það er engin ástæða til að ætla að þessi stjórnarandstaða muni haga sér með þeim hætti að frumvarpið fái ekki framgang á þinginu. Við höfum ekki tileinkað okkur vinnubrögð síðustu stjórnarandstöðu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær að það gæti tekið tíma að koma frumvarpi um skuldaleiðréttingu heimilanna í gegnum þingið. „Þegar þetta er kynnt þá þarf þetta augljóslega að fara til umræðu hjá þinginu og þar getur verið einhver fyrirstaða,“ segir Sigmundur Davíð sem einnig var spurður út í ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að líklega verði tillögur um bót á skuldavanda heimilanna ekki tilbúnar fyrr en eftir áramót. Bjarni sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku að tillögur myndu berast frá nefndum um skuldavandann í nóvember og desember og að taka þyrfti þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar á þinginu. Því væri hann ekki vongóður um að búið yrði að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum og klára þau í gegnum þrjár umræður fyrir jól. Sigmundur Davíð segir enga ástæðu til að skilja ummæli Bjarna sem svo að sjálfstæðismenn ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmálanum þar sem skuldaleiðrétting heimilanna sé skýrt útlistuð. „Bjarni var fyrst og fremst að lýsa áhyggjum af því að það gæti tekið tíma að koma þessu í gegnum þingið og það eru eðlilegar áhyggjur eins og stjórnarandstaðan hefur talað.“ Árni Páll segir ekki hægt að kenna stjórnarandstöðunni um verkleysi stjórnarinnar. „Það er kjánaleg smjörklípa að halda því fram að stjórnarandstaðan verði í andstöðu við mál sem við höfum aldrei séð. En ég vil auðvitað sjá hvað stendur til. Það fer eftir hvaða þingmann Framsóknarflokks þú talar við hvernig útfærslan á að vera. En forsætisráðherra verður að bera ábyrgð á málinu og ríkisstjórnin þarf að standa skil á að efna loforð sem gefin hafa verið,“ segir Árni Páll.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira