Innlent

Neitar að hafa stungið mann í lærið

Stígur Helgason skrifar
Fréttablaðið birti þessa mynd af vettvangi í fyrra. Þar má sjá nærstadda stumra yfir hinum stungna.
Fréttablaðið birti þessa mynd af vettvangi í fyrra. Þar má sjá nærstadda stumra yfir hinum stungna.
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 22 ára gömlum Reykvíkingi fyrir að stinga tvítugan mann tvívegis í lærið með hnífi við Mjóddina í Breiðholti 1. ágúst í fyrra. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir að hafa skömmu síðar lagt til annars ungs manns þannig að hnífurinn straukst við maga hans.

Hinn ákærði mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þegar ákæran var þingfest og neitaði sök.

Sá sem fékk stunguna í lærið krefur hinn ákærða um 800 þúsund krónur í bætur.

Ríkissaksóknari gerir jafnframt kröfu um að hnífur sem lögregla lagði hald á verði gerður upptækur. Hann er af gerðinni Leatherman Wave.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×