Stjórnarandstæðingar söknuðu Sigmundar Davíðs Brjánn Jónasson skrifar 18. október 2013 06:15 Sigmundur Davíð hefur verið erlendis frá því á þriðjudag, en er væntanlegur til starfa um helgina. Fréttablaðið/Valli Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata kvörtuðu undan fjarvistum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær. Ráðherrann er erlendis í einkaerindum en er væntanlegur aftur til starfa um helgina, segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Þetta er þriðji óundirbúni fyrirspurnatíminn í röð þar sem ráðherrann er fjarverandi, það eru tíu dagar og stefnir í að það líði þrjár vikur á hábjargræðistímanum milli þess sem forsætisráðherra er hér til andsvara,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum á Alþingi í gær. Samkvæmt dagskrá Alþingis var Sigmundur Davíð síðast viðstaddur óundirbúinn fyrirspurnartíma 8. október síðastliðinn.Helgi Hjörvar„Þegar það er hlutverk Alþingis að veita framkvæmdavaldinu aðhald þá er það nú býsna erfitt að gera ef að verkstjóri framkvæmdavaldsins, forsætisráðherra sjálfur er hér vikum saman ekki til svara fyrir þingmenn,“ sagði Helgi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir orð Helga, og sagðist raunar sakna þess að ráðherrar tækju þátt í umræðum á þingi. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra og ritari Framsóknarflokksins, sagði fjarveru forsætisráðherra ekki hafa áhrif á aðra ráðherra. Þeir séu sjálfstæðir í sínum störfum og þurfi ef til vill ekki jafn mikla verkstjórn af hendi forsætisráðherra og hafi tíðkast hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Alla jafna eru tveir ríkisstjórnarfundir í hverri viku sem þing starfar, á þriðjudögum og föstudögum, en báðir fundirnir falla niður þessa vikuna. Næsti ríkisstjórnarfundur verður haldinn á þriðjudag samkvæmt áætlun segir Jóhannes.Ekkert til að ræða á Alþingi Samkvæmt dagskrá Alþingis átti að halda þingfund í dag, en hann var felldur niður. „Þingstörfin hafa gengið mjög vel í vikunni og málum sem fram komu hefur miðað vel áfram,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Því hafi ekki verið tilefni til að halda þingfund í dag. Bent hefur verið á að fá stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi frá því þing var sett í haust. „Það eru ekki komin mörg mál, það er alveg rétt. Það setur sinn svip á þetta. En það er nú því miður allt of algengt að þetta eigi sér stað á fyrsta mánuði þingsins svo ég held að þetta sé ekki neitt afbrigðilegt,“ segir Einar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir von á einhverjum málum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar í næstu viku. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata kvörtuðu undan fjarvistum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær. Ráðherrann er erlendis í einkaerindum en er væntanlegur aftur til starfa um helgina, segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Þetta er þriðji óundirbúni fyrirspurnatíminn í röð þar sem ráðherrann er fjarverandi, það eru tíu dagar og stefnir í að það líði þrjár vikur á hábjargræðistímanum milli þess sem forsætisráðherra er hér til andsvara,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum á Alþingi í gær. Samkvæmt dagskrá Alþingis var Sigmundur Davíð síðast viðstaddur óundirbúinn fyrirspurnartíma 8. október síðastliðinn.Helgi Hjörvar„Þegar það er hlutverk Alþingis að veita framkvæmdavaldinu aðhald þá er það nú býsna erfitt að gera ef að verkstjóri framkvæmdavaldsins, forsætisráðherra sjálfur er hér vikum saman ekki til svara fyrir þingmenn,“ sagði Helgi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir orð Helga, og sagðist raunar sakna þess að ráðherrar tækju þátt í umræðum á þingi. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra og ritari Framsóknarflokksins, sagði fjarveru forsætisráðherra ekki hafa áhrif á aðra ráðherra. Þeir séu sjálfstæðir í sínum störfum og þurfi ef til vill ekki jafn mikla verkstjórn af hendi forsætisráðherra og hafi tíðkast hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Alla jafna eru tveir ríkisstjórnarfundir í hverri viku sem þing starfar, á þriðjudögum og föstudögum, en báðir fundirnir falla niður þessa vikuna. Næsti ríkisstjórnarfundur verður haldinn á þriðjudag samkvæmt áætlun segir Jóhannes.Ekkert til að ræða á Alþingi Samkvæmt dagskrá Alþingis átti að halda þingfund í dag, en hann var felldur niður. „Þingstörfin hafa gengið mjög vel í vikunni og málum sem fram komu hefur miðað vel áfram,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Því hafi ekki verið tilefni til að halda þingfund í dag. Bent hefur verið á að fá stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi frá því þing var sett í haust. „Það eru ekki komin mörg mál, það er alveg rétt. Það setur sinn svip á þetta. En það er nú því miður allt of algengt að þetta eigi sér stað á fyrsta mánuði þingsins svo ég held að þetta sé ekki neitt afbrigðilegt,“ segir Einar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir von á einhverjum málum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar í næstu viku.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira