Stjórnarandstæðingar söknuðu Sigmundar Davíðs Brjánn Jónasson skrifar 18. október 2013 06:15 Sigmundur Davíð hefur verið erlendis frá því á þriðjudag, en er væntanlegur til starfa um helgina. Fréttablaðið/Valli Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata kvörtuðu undan fjarvistum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær. Ráðherrann er erlendis í einkaerindum en er væntanlegur aftur til starfa um helgina, segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Þetta er þriðji óundirbúni fyrirspurnatíminn í röð þar sem ráðherrann er fjarverandi, það eru tíu dagar og stefnir í að það líði þrjár vikur á hábjargræðistímanum milli þess sem forsætisráðherra er hér til andsvara,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum á Alþingi í gær. Samkvæmt dagskrá Alþingis var Sigmundur Davíð síðast viðstaddur óundirbúinn fyrirspurnartíma 8. október síðastliðinn.Helgi Hjörvar„Þegar það er hlutverk Alþingis að veita framkvæmdavaldinu aðhald þá er það nú býsna erfitt að gera ef að verkstjóri framkvæmdavaldsins, forsætisráðherra sjálfur er hér vikum saman ekki til svara fyrir þingmenn,“ sagði Helgi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir orð Helga, og sagðist raunar sakna þess að ráðherrar tækju þátt í umræðum á þingi. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra og ritari Framsóknarflokksins, sagði fjarveru forsætisráðherra ekki hafa áhrif á aðra ráðherra. Þeir séu sjálfstæðir í sínum störfum og þurfi ef til vill ekki jafn mikla verkstjórn af hendi forsætisráðherra og hafi tíðkast hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Alla jafna eru tveir ríkisstjórnarfundir í hverri viku sem þing starfar, á þriðjudögum og föstudögum, en báðir fundirnir falla niður þessa vikuna. Næsti ríkisstjórnarfundur verður haldinn á þriðjudag samkvæmt áætlun segir Jóhannes.Ekkert til að ræða á Alþingi Samkvæmt dagskrá Alþingis átti að halda þingfund í dag, en hann var felldur niður. „Þingstörfin hafa gengið mjög vel í vikunni og málum sem fram komu hefur miðað vel áfram,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Því hafi ekki verið tilefni til að halda þingfund í dag. Bent hefur verið á að fá stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi frá því þing var sett í haust. „Það eru ekki komin mörg mál, það er alveg rétt. Það setur sinn svip á þetta. En það er nú því miður allt of algengt að þetta eigi sér stað á fyrsta mánuði þingsins svo ég held að þetta sé ekki neitt afbrigðilegt,“ segir Einar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir von á einhverjum málum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar í næstu viku. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata kvörtuðu undan fjarvistum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær. Ráðherrann er erlendis í einkaerindum en er væntanlegur aftur til starfa um helgina, segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Þetta er þriðji óundirbúni fyrirspurnatíminn í röð þar sem ráðherrann er fjarverandi, það eru tíu dagar og stefnir í að það líði þrjár vikur á hábjargræðistímanum milli þess sem forsætisráðherra er hér til andsvara,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum á Alþingi í gær. Samkvæmt dagskrá Alþingis var Sigmundur Davíð síðast viðstaddur óundirbúinn fyrirspurnartíma 8. október síðastliðinn.Helgi Hjörvar„Þegar það er hlutverk Alþingis að veita framkvæmdavaldinu aðhald þá er það nú býsna erfitt að gera ef að verkstjóri framkvæmdavaldsins, forsætisráðherra sjálfur er hér vikum saman ekki til svara fyrir þingmenn,“ sagði Helgi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir orð Helga, og sagðist raunar sakna þess að ráðherrar tækju þátt í umræðum á þingi. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra og ritari Framsóknarflokksins, sagði fjarveru forsætisráðherra ekki hafa áhrif á aðra ráðherra. Þeir séu sjálfstæðir í sínum störfum og þurfi ef til vill ekki jafn mikla verkstjórn af hendi forsætisráðherra og hafi tíðkast hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Alla jafna eru tveir ríkisstjórnarfundir í hverri viku sem þing starfar, á þriðjudögum og föstudögum, en báðir fundirnir falla niður þessa vikuna. Næsti ríkisstjórnarfundur verður haldinn á þriðjudag samkvæmt áætlun segir Jóhannes.Ekkert til að ræða á Alþingi Samkvæmt dagskrá Alþingis átti að halda þingfund í dag, en hann var felldur niður. „Þingstörfin hafa gengið mjög vel í vikunni og málum sem fram komu hefur miðað vel áfram,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Því hafi ekki verið tilefni til að halda þingfund í dag. Bent hefur verið á að fá stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi frá því þing var sett í haust. „Það eru ekki komin mörg mál, það er alveg rétt. Það setur sinn svip á þetta. En það er nú því miður allt of algengt að þetta eigi sér stað á fyrsta mánuði þingsins svo ég held að þetta sé ekki neitt afbrigðilegt,“ segir Einar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir von á einhverjum málum frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar í næstu viku.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira