Lífið

Eurovision-keppnin haldin á Íslandi?

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Guðrún Sævarsdóttir, deildarforseti tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Guðrún Sævarsdóttir, deildarforseti tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Allir fyrsta árs nemar, sem eru í tæknifræði og verkfræði taka þátt í þessu verkefni,“ segir Guðrún Sævarsdóttir deildarforseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, um þátttakendurnar í Hamfaravikunni, sem fram fór í vikunni, í Háskólanum í Reykjavík. Viðfangsefni verkefnisins var Eurovision og hvernig Íslendingar gætu farið að því að halda keppnina hér á landi.

„Nemendur þurftu að skoða ýmislegt eins og samgöngumál, öryggismál, tæknimál, hótelmál og margt fleira,“ segir Guðrún um verkefnið.

Íslendingar eru miklir áhugamenn um Eurovision og telja það oft eingöngu tímaspursmál hvenær við vinnum keppnina, þess vegna er viðfangsefnið því mjög áhugavert og spennandi.

„Þetta er í raun eins og inngangsnámskeið, sem á að veita innsýn inn í þann starfsvettvang, sem bíður nemendanna að lokinni skólagöngu. Þau þurfa að nota innsæi, markvissar aðferðir í verkefnalausnum og beita magnbundum vinnubrögðum, sem verkfræðingar nota í sínum störfum,“ segir Guðrún um ferlið.

Mikill metnaður var lagður í verkefnið og varð hópurinn þéttur með samvinnunni. Í verkefninu tóku fimmtíu hópar þátt og voru fimm til sex manns í hverjum hóp. Sérsvið hvers hóps var skipað við upphaf verkefnisins.

„Niðurstaða nemendana var sú, að við getum haldið keppnina en Egilshöllin varð fyrir valinu sem raunhæfasti húsakosturinn. Við Íslendingar þurfum því ekki að hafa miklar áhyggjur ef við vinnum keppnina,“ bætir Guðrún við að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.