Lífið

Bondbíll seldur

Lotus Esprit eða kafbátabíll James Bond til sölu.
Lotus Esprit eða kafbátabíll James Bond til sölu. Nordicphots/getty
Bíll af gerðinni Lotus Esprit var seldur á uppboði í London í vikunni. Bíllinn er þekktur sem kafbátabíll spæjarans James Bond úr kvikmyndinni The Spy Who Loved Me og seldist á um 104 milljónir króna. Búist var við að bíllinn mundi fara fyrir hærri upphæð.



Uppboðsfyrirtækið RM stóð fyrir sölunni á bílnum, en fyrirtækið seldi einnig Aston Martin bíl, sem sást bæði í Goldfinger og Thunderball, á 554 milljónir króna árið 2010.

„Við eigum merka sögu í sölu frægra bíla úr kvikmyndasögunni og þessi Lotus-bíll er klárlega einn sá frægasti í sögunni,“ sagði Max Girardo, forstjóri RM, í viðtali við Reuters fréttastofuna.

Bíllinn gegndi veigamiklu hlutverki í kvikmyndinni The Spy Who Loved Me árið 1977.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.