Lífið

Töldu prinsinn vera innbrotsþjóf

Vopnaðir verðir töldu Andrew Jórvíkurhertoga vera innbrotsþjóf.
Vopnaðir verðir töldu Andrew Jórvíkurhertoga vera innbrotsþjóf. Nordicphotos/getty
Andrew Jórvíkurhertogi var talinn vera innbrotsþjófur er hann var við kvöldgöngu í hallargarði Buckinghamhallar á miðvikudaginn var. Vopnaðir verðir við höllina beindu byssum að prinsinum og skipuðu honum að leggjast á grúfu á jörðina.

Yfirmenn hjá bresku lögreglunni hafa beðið prinsinn afsökunar, en brotist hafði verið inn í höllina tveimur dögum fyrr. „Það er ótrúlegt að verðirnir hafi ekki þekkt prinsinn í sjón, maður hefði talið að þeir vissu hvernig meðlimir konungsfjölskyldunnar litu út. Hertoginn er afar ósáttur,“ hafði Sunday Express eftir heimildarmanni.

Hertoginn, sem er þriðja barn Elísabetar Bretlandsdrottningar, sendi síðar frá sér tilkynningu þar sem hann kvaðst þakklátur því að lögreglan hafi beðið hann afsökunar á atvikinu. „Það er vandasamt verk að gæta öryggis meðlima konungsfjölskyldunnar og stundum gerast óhöpp. Ég er þakklátur því að lögreglan bað mig afsökunar og hlakka til þess að geta gengið öruggur um hallargarðinn í framtíðinni,“ sagði hertoginn í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.