Lífið

Burr með uppistand á Íslandi

Bill Burr verður með uppistand í Hörpu í desember.
Bill Burr verður með uppistand í Hörpu í desember. nordicphotos/getty
Bandaríski uppistandarinn Bill Burr kemur fram í Silfurbergi í Hörpu 15. desember. Auk uppistandsins hefur hann leikið í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Breaking Bad.

Einnig lék hann í nýjustu mynd Söndru Bullock, The Heat. Aðrar myndir á ferilskrá hans eru Date Night og Stand Up Guys.

Hinn 45 ára Burr kemur frá Massachusetts. Hann kemur fram á rúmlega 150 uppistandssýningum á hverju ári og hefur einnig farið með gamanmál í spjallþáttum Davids Letterman og Conans O"Brien.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.