Lífið

Máluðu í jakkafötum í vinnunni

Freyr Bjarnason skrifar
Frá vinstri: Hermann Albertsson, Ívar Þór Hilmarsson og Guðmundur Rangar Brynjarsson vígalegir í jakkafötunum.
Frá vinstri: Hermann Albertsson, Ívar Þór Hilmarsson og Guðmundur Rangar Brynjarsson vígalegir í jakkafötunum. fréttablaðið/Gva
Málarameistarinn Ívar Þór Hilmarsson, sem rekur fyrirtækið Stjörnumálun, ákvað að bregða á leik með félögum sínum á föstudaginn og klæðast jakkafötum í vinnunni. Tilefnið var þrítugsafmæli hans í lok júlí.

„Við ætluðum að gera eitthvað öðruvísi en fórum aðeins of langt kannski,“ segir Ívar Þór eldhress, spurður út í uppátækið.

Jakkafötin komu ekki úr fataskápum þeirra heldur frá Hjálpræðishernum. „Við fórum allir og styrktum Hjálpræðisherinn. Fengum okkur jakkaföt og skyrtur. Svo verður keppni hver er hreinastur í lokin.“

Aðspurður segir hann ekkert óþægilegt að mála í jakkafötum en þeir félagar voru að mála blokk í Eskihlíð þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta er aðeins öðruvísi en voða þægilegt. En það er rosalega kalt. Maður er í fötum innan undir líka.“

Þetta var í fyrsta skipti sem þeir prófa eitthvað í þessum dúr og Ívar Þór sér ekki eftir því. „Við gerum þetta pottþétt aftur. Ætli það verði ekki einu sinni á ári jakkafatadagur í fyrirtækinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.