Lífið streymir fram hjá Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. september 2013 08:30 Fjöldi fólks lagði leið sína í árgangagönguna í fyrra. Mynd/Reykjanesbær „Ég er fæddur árið 1956 og bið mín eftir að komast inn í gönguna verður sífellt lengri. Hún er alltaf að styttast leiðin að samkomusvæðinu þar sem við endum gönguna,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, léttur í bragði um svokallaða Árgangagöngu sem farin er árlega á Ljósanótt í Reykjanesbæ.Árni Sigfússon„Hugmyndin byggir á því að við erum svo heppin að eiga hér Hafnargötuna. Gatan er númeruð frá 1 og upp í 100 og árgangar koma saman við húsnúmer síns árgangs. Þannig að 56-módelið mætir við Hafnargötu 56 og 90-módelið mætir við Hafnargötu 90 og svo framvegis,“ útskýrir Árni. Árgangagangan hefur smám saman verið að aukast í öllum umsvifum. „Gangan hefst með lúðrablæstri og skrúðgöngumeisturunum sem arka frá efsta hluta götunnar og niður Hafnargötu. Smám saman bætist í og hver árgangur kemur inn í gönguna fyrir sig,“ heldur Árni áfram. „Það er mjög merkilegt hvernig þú horfir eiginlega á lífið streyma fram hjá. Gangan hefst á þeim yngstu, sem eru kannski nýfermdir unglingar sem finnst þetta allt hálfasnalegt. Svo kemur yngra fólk, svo mæður og foreldrar með barnavagnana. Þá næst kemur í gönguna óræður aldur þar sem fólk er búið að losa sig við börnin, spengilegt og flott. Þar á eftir afar og ömmur með barnabörnin í vögnum, og svo eldist hópurinn og það fækkar í honum – hópurinn breytist. Þetta er hreinlega upplifun að fylgjast með og taka þátt og átta sig á hvar maður er að koma inn í gönguna,“ segir Árni jafnframt. Gangan endar svo á samkomusvæðinu Bakkalág, þar sem hópurinn sameinast og árganginum sem verður fimmtugur á árinu er sérstaklega fagnað. „Bakkalág er lágin við Hafnarbakkann, sem hefur nýlega hlotið þetta tvíræða nafn. Þar var saltfiskur áður lagður út til þurrkunar,“ bætir Árni við. Forseti bæjarstjórnar ávarpar svo hópinn. „Þetta er gleðileg stund og fólk nýtur hennar. Margir árgangar hittast kannski kvöldið áður og halda glaðan dag,“ segir Árni að lokum. Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira
„Ég er fæddur árið 1956 og bið mín eftir að komast inn í gönguna verður sífellt lengri. Hún er alltaf að styttast leiðin að samkomusvæðinu þar sem við endum gönguna,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, léttur í bragði um svokallaða Árgangagöngu sem farin er árlega á Ljósanótt í Reykjanesbæ.Árni Sigfússon„Hugmyndin byggir á því að við erum svo heppin að eiga hér Hafnargötuna. Gatan er númeruð frá 1 og upp í 100 og árgangar koma saman við húsnúmer síns árgangs. Þannig að 56-módelið mætir við Hafnargötu 56 og 90-módelið mætir við Hafnargötu 90 og svo framvegis,“ útskýrir Árni. Árgangagangan hefur smám saman verið að aukast í öllum umsvifum. „Gangan hefst með lúðrablæstri og skrúðgöngumeisturunum sem arka frá efsta hluta götunnar og niður Hafnargötu. Smám saman bætist í og hver árgangur kemur inn í gönguna fyrir sig,“ heldur Árni áfram. „Það er mjög merkilegt hvernig þú horfir eiginlega á lífið streyma fram hjá. Gangan hefst á þeim yngstu, sem eru kannski nýfermdir unglingar sem finnst þetta allt hálfasnalegt. Svo kemur yngra fólk, svo mæður og foreldrar með barnavagnana. Þá næst kemur í gönguna óræður aldur þar sem fólk er búið að losa sig við börnin, spengilegt og flott. Þar á eftir afar og ömmur með barnabörnin í vögnum, og svo eldist hópurinn og það fækkar í honum – hópurinn breytist. Þetta er hreinlega upplifun að fylgjast með og taka þátt og átta sig á hvar maður er að koma inn í gönguna,“ segir Árni jafnframt. Gangan endar svo á samkomusvæðinu Bakkalág, þar sem hópurinn sameinast og árganginum sem verður fimmtugur á árinu er sérstaklega fagnað. „Bakkalág er lágin við Hafnarbakkann, sem hefur nýlega hlotið þetta tvíræða nafn. Þar var saltfiskur áður lagður út til þurrkunar,“ bætir Árni við. Forseti bæjarstjórnar ávarpar svo hópinn. „Þetta er gleðileg stund og fólk nýtur hennar. Margir árgangar hittast kannski kvöldið áður og halda glaðan dag,“ segir Árni að lokum.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira