Lífið

Ný heimildamynd um Hendrix væntanleg

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Jimi Hendrix samdi lög á borð við Purple Haze
Jimi Hendrix samdi lög á borð við Purple Haze AFP/NordicPhotos
Ný heimildamynd um Jimi Hendrix verður gefin út þann fimmta nóvember næstkomandi, ásamt upptöku af tónleikum frá átjánda maí, 1968 sem The Jimi Hendrix Experience fluttu á The Miami Pop Festival.

Upptakan hefur aldrei verið gefin út fyrr.

Heimildamyndin mun bera nafnið Jimi Hendrix: Hear My Train A Comin‘, og verður meðal annars sýnd sem hluti af the American Masters myndaröðinni á PBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum.

Myndinni er leikstýrt af Bob Smeaton, sem leikstýrði einnig myndum á borð við The Beatles Anthropology og Festival Express. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.