Lífið

Þykir einstaklega smekkleg

Stjörnustílistinn Rachel Zoe var valin best klædda konan af Style Awards.
Stjörnustílistinn Rachel Zoe var valin best klædda konan af Style Awards. nordicphotos/getty
Tískuvikan í New York hófst formlega með verðlaunahátíðinni Style Awards. Kynnir hátíðarinnar var Nicole Richie.

Verðlaun voru veitt í nokkrum flokkum og kom það sjálfsagt fáum á óvart að stjörnustílistinn Rachel Zoe var valin best klædda konan árið 2012.

Zoe er eftirsóttasti stílistinn í Hollywood en fastakúnnar hennar eru stjörnur á borð við Jennifer Garner, Anne Hathaway, Cameron Diaz, og Demi Moore.

Zoe á von á sínu öðru barni á næsta ári en fyrir á hún soninn Skyler sem er tveggja ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.