Lífið

Einnar mínútu stuttmyndir á Riff

Keppt verður í einnar mínútu stuttmyndakeppni á Riff-hátíðinni.
Keppt verður í einnar mínútu stuttmyndakeppni á Riff-hátíðinni. fréttablaðið/anton
Einnar mínútu stuttmyndakeppni verður haldin í fyrsta sinn á Íslandi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, Riff.

Leitað er að frumlegum, listrænum og skemmtilegum stuttmyndum sem þurfa að vera nákvæmlega ein mínúta að lengd, hvorki meira né minna.

Þetta einnar mínútu fyrirbæri er upprunnið í Hollandi. Tíu bestu myndirnar verða sýndar á Riff-hátíðinni og leikstjórar þeirra fá passa á hátíðina. Sigurmyndin fær í verðlaun iPad frá Símanum.

Þema keppninnar er „Loft“ til að senda inn mynda þurfa keppendur að hlaða henni niður á Youtube, Vimeo eða sambærilega vefsíðu og senda slóðina á netfangið einminuta@riff.is með nafni og símanúmeri. Skilafrestur er til 20. september næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.