Lífið

Nýir dómarar í þrettándu seríu af American Idol

Jennifer Lopez
Jennifer Lopez
Jennifer Lopez og Harry Connick Jr. koma til með að taka sæti dómara í sjónvarpsseríunni sívinsælu American Idol, sem hefur göngu sína um áramótin í þrettánda sinn.

Þau koma til með að taka sætin af þeim Mariah Carey og Nicki Minaj, sem hafa báðar opinberlega lýst yfir óánægju sinni með þættina.

Þannig munu þau Jennifer Lopez og Harry Connick Jr. taka sér sæti við hlið Keith Urban í dómarapanelnum.

Randy Jackson kemur einnig til með að snúa aftur í þættina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.