Lífið

Angelina Jolie snýr aftur

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Angelina Jolie leikstýra kvikmyndinni Unbroken eftir Coen-bræður.
Angelina Jolie leikstýra kvikmyndinni Unbroken eftir Coen-bræður. AFP/nordicphotos
Angelina Jolie, sem lítið hefur sést til síðan hún lét fjarlægja bæði brjóst sín með aðgerð í vor, hefur snúið aftur til vinnu.

Hún kemur til með að leikstýra kvikmyndinni Unbroken eftir Coen-bræður. Myndin fjallar um ólympíska hlauparann Louis Zamperini, sem Japanar héldu föngnum í seinni heimsstyrjöldinni.

Læknar höfðu áður fundið í Jolie genið BRCA1 og töldu um 87 prósenta líkur á því að hún fengi brjóstakrabbamein.

Angelina, sem hefur hingað til viljað halda lífi sínu utan fjölmiðla, skrifaði í kjölfarið einlægan pistil í New York Times þar sem hún útskýrði ástæðurnar sem lágu að baki aðgerðarinnar sem hún undirgekkst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.