Lífið

Kate Bosworth orðin gift kona

Kate Bosworth gifti sig um helgina sem leið.
Kate Bosworth gifti sig um helgina sem leið. Nordicphotos/getty
Leikkonan Kate Bosworth giftist leikstjóranum Michael Polish nú um helgina. Brúðkaupið sem var hið glæsilegasta var haldið í bænum Philipsburg í Montana í Bandaríkjunum, þar sem nánustu vinir og fjölskylda þeirra hjóna komu saman.

Það var engin önnur en lífsstílsdrottningin Martha Stewart sem sá um skreytingar fyrir veisluna, sem var að sögn gesta fullkomin. Bosworth mætti í brúðkaupið í hestvagni og klæddist hlýralausum kjól frá fatahönnuðinum Oscar de la Renta.

Bosworth og Polish kynntust við gerð kvikmyndarinnar Big Sur og hafa verið par frá því í júlí 2011. Þau trúlofuðu sig ári síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.