Skrítið að vera kominn hinum megin borðsins Sara McMahon skrifar 31. ágúst 2013 07:00 Dagur Kári Pétursson tók við leikstjóradeild Den Danske Filmskole Fréttablaðið/Ernir „Mér bauðst að taka við leikstjóradeildinni við Den Danske Filmskole og eftir nokkra umhugsun ákvað ég að slá til. Fjölskyldan var líka til í smá tilbreytingu. Þetta er vissulega krefjandi og ábyrgðarmikið starf og ég upplifi það sem heiður að vera treyst fyrir því,“ segir leikstjórinn Dagur Kári Pétursson, sem er fluttur til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni og hefur tekið við leikstjóradeild hins virta skóla Den Danske Filmskole.Orðinn einn af kennurunum Dagur Kári stundaði áður leikstjóranám við skólann og viðurkennir að það sé óneitanlega skrítin tilfinning að vera kominn aftur og í þetta sinn sem kennari. „Þetta er frábær skóli og ég kunni ótrúlega vel við mig. Það er samt óneitanlega skrítin tilfinning að vera kominn hinum megin borðsins. Margir af mínum gömlu kennurum eru hérna enn og það tekur smá tíma að venjast því að maður er orðinn einn af þeim. Þegar ég byrjaði stóð ég í þeirri trú að ég væri algert unglamb, en komst fljótt að því að í augum nemendanna er ég bara miðaldra kennari,“ segir leikstjórinn, sem reiknar síður með því að ílengjast í Danmörku. „Ég gerði reynslusamning til eins árs. Ég reikna síður með að vera þarna í fullu starfi lengur en það, því mín bíða ótal verkefni sem ég þarf líka að sinna. En ef þetta gengur vel væri gaman að hafa ítök þarna til langframa. En það verður alltsaman að koma í ljós.“ Elsa María Jokobsdóttir er ein af sex nemendum sem teknir voru inn í leikstjóranámið við skólann og mun hún því sitja tímana hjá Degi Kára. „Hún byrjar núna í haust og hún verður því nemandi minn.“Leggur lokahönd á Fúsa Dagur Kári er að leggja lokahönd á næstu kvikmynd sína um þessar mundir. Myndin ber titilinn Fúsi og fjallar um fertugan mann sem býr enn hjá móður sinni. Gunnar Jónsson fer með aðalhlutverkið. „Við erum ennþá að klippa myndina og enn á eftir að taka nokkrar senur, en þetta er allt að mótast og lítur bara mjög vel út. Ég hlakka sérstaklega til að sýna Gunnar í stóru dramatísku aðalhlutverki. Mér finnst frammistaða hans í þessari mynd vera alveg frábær," segir hann að lokum. Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
„Mér bauðst að taka við leikstjóradeildinni við Den Danske Filmskole og eftir nokkra umhugsun ákvað ég að slá til. Fjölskyldan var líka til í smá tilbreytingu. Þetta er vissulega krefjandi og ábyrgðarmikið starf og ég upplifi það sem heiður að vera treyst fyrir því,“ segir leikstjórinn Dagur Kári Pétursson, sem er fluttur til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni og hefur tekið við leikstjóradeild hins virta skóla Den Danske Filmskole.Orðinn einn af kennurunum Dagur Kári stundaði áður leikstjóranám við skólann og viðurkennir að það sé óneitanlega skrítin tilfinning að vera kominn aftur og í þetta sinn sem kennari. „Þetta er frábær skóli og ég kunni ótrúlega vel við mig. Það er samt óneitanlega skrítin tilfinning að vera kominn hinum megin borðsins. Margir af mínum gömlu kennurum eru hérna enn og það tekur smá tíma að venjast því að maður er orðinn einn af þeim. Þegar ég byrjaði stóð ég í þeirri trú að ég væri algert unglamb, en komst fljótt að því að í augum nemendanna er ég bara miðaldra kennari,“ segir leikstjórinn, sem reiknar síður með því að ílengjast í Danmörku. „Ég gerði reynslusamning til eins árs. Ég reikna síður með að vera þarna í fullu starfi lengur en það, því mín bíða ótal verkefni sem ég þarf líka að sinna. En ef þetta gengur vel væri gaman að hafa ítök þarna til langframa. En það verður alltsaman að koma í ljós.“ Elsa María Jokobsdóttir er ein af sex nemendum sem teknir voru inn í leikstjóranámið við skólann og mun hún því sitja tímana hjá Degi Kára. „Hún byrjar núna í haust og hún verður því nemandi minn.“Leggur lokahönd á Fúsa Dagur Kári er að leggja lokahönd á næstu kvikmynd sína um þessar mundir. Myndin ber titilinn Fúsi og fjallar um fertugan mann sem býr enn hjá móður sinni. Gunnar Jónsson fer með aðalhlutverkið. „Við erum ennþá að klippa myndina og enn á eftir að taka nokkrar senur, en þetta er allt að mótast og lítur bara mjög vel út. Ég hlakka sérstaklega til að sýna Gunnar í stóru dramatísku aðalhlutverki. Mér finnst frammistaða hans í þessari mynd vera alveg frábær," segir hann að lokum.
Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira