Lífið

Khloe og Lamar skilin? Erlendir slúðurmiðlar greina frá skilnaði parsins

Hjónabandi Khloe Kardashian og Lamars Odom er lokið samkvæmt erlendum slúðursíðum.
Nordicphotos/Getty
Hjónabandi Khloe Kardashian og Lamars Odom er lokið samkvæmt erlendum slúðursíðum. Nordicphotos/Getty nordicphotos/Getty
Eftir fréttir að undanförnu um erfiðleika í hjónabandi raunveruleikastjörnunnar Khloe Kardashian og Lamar Odom greina erlendar slúðursíður frá því að því sé nú endanlega lokið.

Ástæðan mun vera fíkniefnavandi Lamars en sögur herma að hann sé háður krakki. Áður hafa sögusagnir um framhjáhald hans gengið fjöllum hærra og því er ekki furða að Khloe setji honum stólinn fyrir dyrnar.



Lamar Odom er körfuknattleiksmaður og spilaði með Los Angeles Clippers í vetur við góðan orðstír. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur hann ekki sést í nokkra sólarhringa en hann var lagður inn á meðferðastofnun síðastliðið sumar til þess að vinna bug á vanda sínum.

Þau hjónin hafa víst enn ekki sótt opinberlega um skilnað sem hefur vakið von í hjörtum einhverra aðdáenda þeirra um að þau gætu náð sáttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.