Lífið

Madonna er moldrík

Madonna er ríkust af fræga fólkinu.
Madonna er ríkust af fræga fólkinu. .nordicphotos/getty
Madonna þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármálunum. Samkvæmt nýjasta lista Forbes, sem birtir reglulega tölur yfir tekjuhæstu einstaklinga Bandaríkjanna, kemur í ljós að Madonna er hæst launaða stjarnan.

Í öðru sæti listans er leikstjórinn Steven Spielberg. Fast á hæla þeirra koma Lady Gaga og Katy Perry.

Madonna þénaði hvorki meira né minna en 15 milljarða íslenskra króna fyrir sölu á fatalínu sinni, ilmvatni og miðasölu á MDNA-tónleikaröðinni sinni á síðasta ári, sem verður að teljast ansi gott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.