"Ég á mjög auðvelt með að hlæja að sjálfri mér" 30. ágúst 2013 09:32 Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir Rakel Ósk Sigurðardóttir Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir leikkona var spurð spjörunum úr þessa vikuna en hún á það til að taka tilfinningaþrunginn túlkunardans í eldhúsinu heima hjá sér. Nafn? Ólöf Hugrún ValdimarsdóttirAldur? 30Starf? LeikkonaHvern faðmaðir þú síðast? Mamma fékk gott kram að kveðjuskyni síðast þegar ég heimsótti hana. En kysstir? Myndarmann.Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Ég sjálf fyrir að standa einstaklega vel með sjálfri mér í sérstökum aðstæðum nýlega.Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi? Ég á það til að vera á síðustu stundu þegar ég þarf að mæta eitthvert. Ég er sjúklega áreiðanleg þegar kemur að vinnu og verkefnum sem ég tek að mér en þetta er eitthvað sem vissulega mætti betur fara.Ertu hörundsár? Yfirleitt ekki. Ég á mjög auðvelt með að hlæja að sjálfri mér. Og öðrum líka. Það má.Dansarðu þegar enginn sér til? Já, oft. Ég á það til að taka tilfinningaþrunginn túlkunardans og önnur vel valin spor í eldhúsinu heima við góða tónlist. En svo dansa ég líka alveg innan um annað fólk, þó það nú væri!Hringirðu stundum í vælubílinn? Ég var með vælubílinn á hraðvali síðustu helgi í svona klukkutíma en svo bað vinkona mín mig um að gjöra svo vel og hætta þessu, ég mætti væla þangað til við værum búnar að skila af okkur bílnum mínum og svo yrði farið niður í bæ og dansað. Ég hlýddi og það var geðveikt gaman.Tekurðu strætó? Ekki að staðaldri. Ég er oft í mörgum verkefnum hér og þar um bæinn þannig að á meðan drossían mín leyfir þá keyri ég.Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim? Ég hef aldrei orðið jafn spennt og þegar ég rakst á Sabra Johnson, sigurvegara So You Think You Can Dance árið 2007, á Laugaveginum. Ég hljóp upp að henni, umlaði eitthvað um hvað hún væri frábær, fór í kleinu og fékk svo vinkonu mína til að taka mynd af okkur saman. Good times.Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Einu sinni vissu ekki svo margir að ég væri með misstóra fætur. Núna vita það mjög margir. En já, ég get hreyft vinstra eyrað. Ekki bæði, bara það vinstra.Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Vera í fýlu. Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir leikkona var spurð spjörunum úr þessa vikuna en hún á það til að taka tilfinningaþrunginn túlkunardans í eldhúsinu heima hjá sér. Nafn? Ólöf Hugrún ValdimarsdóttirAldur? 30Starf? LeikkonaHvern faðmaðir þú síðast? Mamma fékk gott kram að kveðjuskyni síðast þegar ég heimsótti hana. En kysstir? Myndarmann.Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Ég sjálf fyrir að standa einstaklega vel með sjálfri mér í sérstökum aðstæðum nýlega.Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi? Ég á það til að vera á síðustu stundu þegar ég þarf að mæta eitthvert. Ég er sjúklega áreiðanleg þegar kemur að vinnu og verkefnum sem ég tek að mér en þetta er eitthvað sem vissulega mætti betur fara.Ertu hörundsár? Yfirleitt ekki. Ég á mjög auðvelt með að hlæja að sjálfri mér. Og öðrum líka. Það má.Dansarðu þegar enginn sér til? Já, oft. Ég á það til að taka tilfinningaþrunginn túlkunardans og önnur vel valin spor í eldhúsinu heima við góða tónlist. En svo dansa ég líka alveg innan um annað fólk, þó það nú væri!Hringirðu stundum í vælubílinn? Ég var með vælubílinn á hraðvali síðustu helgi í svona klukkutíma en svo bað vinkona mín mig um að gjöra svo vel og hætta þessu, ég mætti væla þangað til við værum búnar að skila af okkur bílnum mínum og svo yrði farið niður í bæ og dansað. Ég hlýddi og það var geðveikt gaman.Tekurðu strætó? Ekki að staðaldri. Ég er oft í mörgum verkefnum hér og þar um bæinn þannig að á meðan drossían mín leyfir þá keyri ég.Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim? Ég hef aldrei orðið jafn spennt og þegar ég rakst á Sabra Johnson, sigurvegara So You Think You Can Dance árið 2007, á Laugaveginum. Ég hljóp upp að henni, umlaði eitthvað um hvað hún væri frábær, fór í kleinu og fékk svo vinkonu mína til að taka mynd af okkur saman. Good times.Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Einu sinni vissu ekki svo margir að ég væri með misstóra fætur. Núna vita það mjög margir. En já, ég get hreyft vinstra eyrað. Ekki bæði, bara það vinstra.Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Vera í fýlu.
Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira