Lífið

Plötusnúðar keppa í kvöld

Plötusnúðarnir Kerr, Mooglie, Yamaho, Steindór og Lafontaine taka þátt í plötusnúðakeppninni Movida Corona.
Plötusnúðarnir Kerr, Mooglie, Yamaho, Steindór og Lafontaine taka þátt í plötusnúðakeppninni Movida Corona. Fréttablaðið/Pjetur
„Það voru valdir fimm ólíkir plötusnúðar til þess að taka þátt í undankeppninni hér heima. Þeir fá þrjátíu mínútur til þess að sanna sig og má því búast við mjög spennandi keppni,“ segir plötusnúðurinn Benedikt Freyr Jónsson, sem heldur plötusnúðakeppni á skemmtistaðnum Harlem í samstarfi við Corona á Íslandi.

Fimm íslenskir plötusnúðar keppa næstkomandi föstudag um að fara til Ibiza í október og taka þátt í Movida Corona, sem er risastór „house“-tónlistarplötusnúðakeppni. Undankeppnin hér heima fer fram á skemmtistaðnum Harlem þar sem plötusnúðarnir Kerr, Mooglie, Yamaho, Steindór og Lafontaine keppa.

„Við héldum þessa keppni fyrst í fyrra og hún heppnaðist svakalega vel. Plötusnúðurinn Houskell bar sigur úr býtum og fór hann til Svíþjóðar þar sem honum gekk vel.“

Aðspurður segir Benedikt að þetta sé frábært tækifæri fyrir íslenska plötusnúða til þess að fara erlendis og kynnast annarri plötusnúðamenningu. Keppnin hérna heima virkar þannig að hver plötusnúður fær þrjátíu mínútur til þess að sanna sig og dómnefndin, sem plötusnúðarnir Casanova, Missy Melody og Housekell skipa, velur sigurvegara í lok kvöldsins.

„Keppendurnir eru vanir að spila í fimm klukkutíma samfleytt. Það verður því spennandi að sjá hvaða þeir ná að gera flott sett á þessum þrjátíu mínútum sem þeir hafa. Hljóðkerfið sem við erum með er alveg brjálað. Það heitir Function One og er flottasta hljóðkerfið í dag. Það má því búast við góðri stemningu,“ segir Benedikt Freyr að lokum.

Keppnin fer fram í innri sal skemmtistaðarins Harlem í kvöld og hefst stundvíslega klukkan 22. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu keppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.