Íslenski boltinn

Botnlangakast í Belgíu var örlagavaldur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson í leiknum á móti FH.
Rúnar Alex Rúnarsson í leiknum á móti FH. Mynd/Daníel
Rúnar Kristinsson, faðir Rúnars Alex, er einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands og því kom það mörgum á óvart að sjá strákinn hans velja það að verða markvörður. En hver er sagan á bak við það?

„Þegar ég var átta ára gamall fékk ég botnlangakast. Ég var frá í einhverja tvo til þrjá mánuði. Þegar ég gat byrjað að æfa aftur var ég orðinn svo lítill og aumur að ég var bara alltaf að leika mér í marki á æfingum. Eftir tímabilið skipti markvörðurinn okkar í liðinu um lið og þá var ég spurður hvort ég vildi byrja að æfa mark. þetta gerðist allt saman í Belgíu. Ég ákvað bara að prófa það og það reynist góð ákvörðun í dag," segir Rúnar Alex um söguna á bak við það að hann valdi markið.

„Þetta var ekkert smá skemmtilegur tími í Belgíu og ég er mjög hrifinn af þessu landi. Ég gæti alveg séð fyrir mér að spila þar einhvern tímann. Margir af gömlu vinunum mínum búa þarna og ég er mjög hrifinn af menningunni þarna," segir Rúnar Alex ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×