Alveg sama hver fær sviðsljósið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2013 06:30 Jóhann Berg var töluvert á bekknum hjá AZ Alkmaar í fyrra. Hann hefur verið í stóru hlutverki það sem af er leiktíð. Nordicphotos/AFP Jóhann Berg Guðmundsson fór á kostum í gærkvöldi þegar AZ Alkmaar lagði Atromitos frá Aþenu í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Jóhann skoraði tvö mörk og Aron Jóhannsson eitt. Lokatölurnar urðu 3-1 gestunum frá Hollandi í vil. „Þetta var mjög gott kvöld bæði hjá mér og liðinu,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Kantmaðurinn úr Kópavogi sagði leikinn hafa verið lokaðan í fyrri hálfleik en mark sitt snemma í síðari hálfleik hafi opnað leikinn upp á gátt. „Aron skoraði eftir góða skyndisókn og þá lögðu þeir allt kapp á sóknarleikinn. Ætluðu svo sannarlega að jafna,“ segir Jóhann Berg. Atromitos minnkaði muninn með vítaspyrnu og hélt áfram sókn sinni. Í viðbótartíma nýtti Jóhann Berg sér sóknarþunga heimaliðsins, komst einn gegn markverðinum og skoraði auðveldlega. 3-1 útisigur eru sérdeilis góð úrslit fyrir síðari leikinn í Alkmaar. Kastljósið undanfarnar vikur hefur beinst að Aroni, enda ekki skrítið. Aron kaus að spila með bandaríska landsliðinu en ekki því íslenska. Auk þess var mark Arons í gærkvöldi hans fimmta í fimm leikjum á tímabilinu og athygli fjölmiðla á nýjasta landsliðsmanni Bandaríkjanna því skiljanleg. „Mér er alveg sama hver fær sviðsljósið. Á meðan ég spila fótbolta og vinn vinnuna mína skiptir athygli engu máli. Auðvitað hefur Aron fengið mikla athygli en það er bara gaman fyrir hann,“ segir Jóhann Berg. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum AZ á leiktíðinni. Þeir Aron hafa lagt upp mörk hvor fyrir annan og virðast ná vel saman. Jóhann segir sjálfstraustið hjá sér mikið þessa dagana. „Þegar þú spilar og skorar mörk þá kemur sjálfstraustið. Það sást kannski í landsleiknum heima gegn Færeyjum á dögunum,“ segir Jóhann. Gengi í fótbolta ráðist að miklu leyti af sjálfstrausti. Jóhann var duglegur við að leggja upp færi fyrir liðsfélaga sína í umræddum leik gegn Færeyjum, sem vannst þó aðeins með minnsta mun, 1-0. „Auðvitað áttum við að vinna þennan leik fjögur eða fimm núll,“ segir Jóhann Berg um leikinn sem íslensku strákarnir spiluðu vel. Góðs viti fyrir næsta leik liðsins í undankeppninni, gegn Sviss ytra þann 6. september. „Það væri mjög gott að ná í stig í Sviss og vinna svo Albaníu í kjölfarið heima,“ segir Kópavogsbúinn en markmið liðsins er yfirlýst og skýrt. „Andinn í hópnum er mjög góður og allir eru staðráðnir í að ná öðru sætinu. Við teljum okkur vera með hóp til þess,“ segir Jóhann. Kolbeinn Sigþórsson var einn þeirra sem brenndu af í dauðafærum í leiknum gegn Færeyjum. Nokkur markaþurrð hefur verið hjá Kolbeini, sem skoraði síðast fyrir Ísland gegn Færeyjum fyrir ári. Enginn efast þó um hæfileika sóknarmannsins og mikilvægi fyrir íslenska liðið. „Á meðan við spilum vel og vinnum skiptir ekki máli hver skorar,“ segir Jóhann. Þeir Kolbeinn eru góðir vinir og náðu vel saman þegar Kolbeinn var einnig í röðum AZ Alkmaar. „Ef við fáum mörk frá honum verður þetta enn betra.“ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson fór á kostum í gærkvöldi þegar AZ Alkmaar lagði Atromitos frá Aþenu í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Jóhann skoraði tvö mörk og Aron Jóhannsson eitt. Lokatölurnar urðu 3-1 gestunum frá Hollandi í vil. „Þetta var mjög gott kvöld bæði hjá mér og liðinu,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Kantmaðurinn úr Kópavogi sagði leikinn hafa verið lokaðan í fyrri hálfleik en mark sitt snemma í síðari hálfleik hafi opnað leikinn upp á gátt. „Aron skoraði eftir góða skyndisókn og þá lögðu þeir allt kapp á sóknarleikinn. Ætluðu svo sannarlega að jafna,“ segir Jóhann Berg. Atromitos minnkaði muninn með vítaspyrnu og hélt áfram sókn sinni. Í viðbótartíma nýtti Jóhann Berg sér sóknarþunga heimaliðsins, komst einn gegn markverðinum og skoraði auðveldlega. 3-1 útisigur eru sérdeilis góð úrslit fyrir síðari leikinn í Alkmaar. Kastljósið undanfarnar vikur hefur beinst að Aroni, enda ekki skrítið. Aron kaus að spila með bandaríska landsliðinu en ekki því íslenska. Auk þess var mark Arons í gærkvöldi hans fimmta í fimm leikjum á tímabilinu og athygli fjölmiðla á nýjasta landsliðsmanni Bandaríkjanna því skiljanleg. „Mér er alveg sama hver fær sviðsljósið. Á meðan ég spila fótbolta og vinn vinnuna mína skiptir athygli engu máli. Auðvitað hefur Aron fengið mikla athygli en það er bara gaman fyrir hann,“ segir Jóhann Berg. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið í byrjunarliðinu í öllum leikjum AZ á leiktíðinni. Þeir Aron hafa lagt upp mörk hvor fyrir annan og virðast ná vel saman. Jóhann segir sjálfstraustið hjá sér mikið þessa dagana. „Þegar þú spilar og skorar mörk þá kemur sjálfstraustið. Það sást kannski í landsleiknum heima gegn Færeyjum á dögunum,“ segir Jóhann. Gengi í fótbolta ráðist að miklu leyti af sjálfstrausti. Jóhann var duglegur við að leggja upp færi fyrir liðsfélaga sína í umræddum leik gegn Færeyjum, sem vannst þó aðeins með minnsta mun, 1-0. „Auðvitað áttum við að vinna þennan leik fjögur eða fimm núll,“ segir Jóhann Berg um leikinn sem íslensku strákarnir spiluðu vel. Góðs viti fyrir næsta leik liðsins í undankeppninni, gegn Sviss ytra þann 6. september. „Það væri mjög gott að ná í stig í Sviss og vinna svo Albaníu í kjölfarið heima,“ segir Kópavogsbúinn en markmið liðsins er yfirlýst og skýrt. „Andinn í hópnum er mjög góður og allir eru staðráðnir í að ná öðru sætinu. Við teljum okkur vera með hóp til þess,“ segir Jóhann. Kolbeinn Sigþórsson var einn þeirra sem brenndu af í dauðafærum í leiknum gegn Færeyjum. Nokkur markaþurrð hefur verið hjá Kolbeini, sem skoraði síðast fyrir Ísland gegn Færeyjum fyrir ári. Enginn efast þó um hæfileika sóknarmannsins og mikilvægi fyrir íslenska liðið. „Á meðan við spilum vel og vinnum skiptir ekki máli hver skorar,“ segir Jóhann. Þeir Kolbeinn eru góðir vinir og náðu vel saman þegar Kolbeinn var einnig í röðum AZ Alkmaar. „Ef við fáum mörk frá honum verður þetta enn betra.“
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira