Íslenski boltinn

Nær Stjarnan fram hefndum gegn Fram?

Garðar Jóhannsson klúðraði víti í bikarúrslitaleiknum.
Garðar Jóhannsson klúðraði víti í bikarúrslitaleiknum. Mynd/Anton
Pepsi-deild karla heldur áfram að rúlla í kvöld en þá fara fram þrír leikir. ÍBV tekur á móti Keflavík í Eyjum, Breiðablik fer upp á Akranes og spilar við ÍA. Skagamenn í vondum málum á botni deildarinnar en Breiðablik í harðri toppbaráttu en liðið er í fjórða sæti og níu stigum á eftir toppliði FH.

Keflavík er einu stigi fyrir ofan fallsæti en ÍBV siglir lygnan sjó í deildinni í sjötta sæti.

Síðan mætast Stjarnan og Fram á Samsung-vellinum en þau spiluðu eins og kunnugt er í úrslitum bikarkeppninnar um síðustu helgi. Þá hafði Fram betur eftir vítaspyrnukeppni.

Úrslitin voru mikið áfall fyrir Stjörnumenn sem voru fyrirfram sigurstranglegri og töpuðu þar að auki í bikarúrslitum annað árið í röð. Þeir verða því væntanlega í hefndarhug.

Leikirnir í Eyjum og Akranesi hefjast klukkan 18.00 en leikurinn í Garðabæ er á óvenjulegum tíma, eða klukkan 20.15. Allir leikirnir verða í beinni textalýsingu á Boltavakt Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×