Íslenski boltinn

Læknir á öllum heimaleikjum KR

Stefán Árni Pálsson skrifar

Oft og tíðum getur fótbolti verið beinlínis hættuleg íþrótt og slysin gera einfaldlega ekki boð á undan sér. Á sunnudagskvöld lenti Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, í skelfilegu samstuði við Grétar Sigfinn Sigurðarson, leikmann KR, í leik liðanna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Leikmaðurinn missti meðvitund og fékk nokkuð slæmt flogakast á vellinum. Í framhaldi af atvikinu hefur umræða um öryggismál hjá félögunum sprottið upp en öll lið eru skyldug til að vera með sjúkraþjálfaðan aðila á bekknum í hverjum leik.

„Við höfum tekið þá ákvörðun að hafa ávallt lækni á svæðinu í hverjum einasta heimaleik,“ segir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR.

„Því miður þarf stundum leiðindaatvik til þess að vekja menn til umhugsunar. Menn þurfa síðan einnig að ræða þessi mál innan hreyfingarinnar en við ætlum að bregðast strax við þessu.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.