Sölumaður lífgaði við dreng á bílaplani Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. ágúst 2013 07:30 Ævar Jónsson endurlífgaði sjö ára dreng utan við vinnustað sinn á mánudag. Mynd/Hersteinn Freyr „Ég fann hvað maður getur verið vanmáttugur þegar á hólminn er komið,“ segir Ævar Jónsson sölumaður sem bjargaði lífi sjö ára drengs fyrir utan verslun Flügger á Akureyri á mánudag. Ævar segir að kona hafi komið akandi að málningavöruversluninni með sjö ára son sinn í aftursætinu. „Strákurinn var orðinn eitthvað undarlegur í bílnum svo hún tók hann út en þá var hann orðinn meðvitundarlaus,“ segir Ævar. Að sögn Ævars hlupu hann og fleiri út þegar konan kallaði á hjálp. Svo hafi virst sem staðið hafi í litla drengnum og lítt hafi gengið að losa um það með því að berja á bak hans eða beita hann sérstöku taki. Þó hafi hann kastað örlítið upp. „En hann hélt samt áfram að blána og stífna. Það gerðist ekki neitt fyrir enn við vorum búnir að blása í hann og hnoða,“ lýsir Ævar atburðarásinni. Ævar segist hafa sótt skyndihjálparnámskeið á árinu 1995. Móðir drengsins hafi einnig haft kunnáttu á þessu sviði. „Hún gat hins vegar skiljanlega ekki vel beitt sér sökum geðshræringar,“ segir Ævar sem kveður móðurina þó hafa gefið góð ráð á meðan á lífgunartilraununum stóð. Atvikið segir Ævar hafa orðið sér áminning um að drífa sig aftur á skyndihjálparnámskeið. „Maður hálf partinn skammaðist sín eftir á. Manni fannst maður ekki kunna neitt og ekki geta gert neitt þótt það hafi rifjast upp á meðan á þessu stóð,“ segir Ævar sem kveður fyrir öllu að lánast hafi að bjarga drengnum. „Það tókst í þetta skiptið. Það komu þarna fleiri að svo að sem betur fer var ég ekki einn í þessu. Það fór allt í gríðarlegt stress ekki síst vegna þess að við vorum með barn í höndunum.“ Drengurinn og foreldrar hans heimsótttu Ævar í búðina í gær og þökkuðu honum lífgjöfina. „Þau komu hérna með blóm og þökkuðu fyrir sig. Strákurinn var bara hinn hressasti,“ segir Ævar en í samtali við Fréttablaðið kveðst móðirin ekki vilja tjá sig um atvikið. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Ég fann hvað maður getur verið vanmáttugur þegar á hólminn er komið,“ segir Ævar Jónsson sölumaður sem bjargaði lífi sjö ára drengs fyrir utan verslun Flügger á Akureyri á mánudag. Ævar segir að kona hafi komið akandi að málningavöruversluninni með sjö ára son sinn í aftursætinu. „Strákurinn var orðinn eitthvað undarlegur í bílnum svo hún tók hann út en þá var hann orðinn meðvitundarlaus,“ segir Ævar. Að sögn Ævars hlupu hann og fleiri út þegar konan kallaði á hjálp. Svo hafi virst sem staðið hafi í litla drengnum og lítt hafi gengið að losa um það með því að berja á bak hans eða beita hann sérstöku taki. Þó hafi hann kastað örlítið upp. „En hann hélt samt áfram að blána og stífna. Það gerðist ekki neitt fyrir enn við vorum búnir að blása í hann og hnoða,“ lýsir Ævar atburðarásinni. Ævar segist hafa sótt skyndihjálparnámskeið á árinu 1995. Móðir drengsins hafi einnig haft kunnáttu á þessu sviði. „Hún gat hins vegar skiljanlega ekki vel beitt sér sökum geðshræringar,“ segir Ævar sem kveður móðurina þó hafa gefið góð ráð á meðan á lífgunartilraununum stóð. Atvikið segir Ævar hafa orðið sér áminning um að drífa sig aftur á skyndihjálparnámskeið. „Maður hálf partinn skammaðist sín eftir á. Manni fannst maður ekki kunna neitt og ekki geta gert neitt þótt það hafi rifjast upp á meðan á þessu stóð,“ segir Ævar sem kveður fyrir öllu að lánast hafi að bjarga drengnum. „Það tókst í þetta skiptið. Það komu þarna fleiri að svo að sem betur fer var ég ekki einn í þessu. Það fór allt í gríðarlegt stress ekki síst vegna þess að við vorum með barn í höndunum.“ Drengurinn og foreldrar hans heimsótttu Ævar í búðina í gær og þökkuðu honum lífgjöfina. „Þau komu hérna með blóm og þökkuðu fyrir sig. Strákurinn var bara hinn hressasti,“ segir Ævar en í samtali við Fréttablaðið kveðst móðirin ekki vilja tjá sig um atvikið.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira