Makrílveiðimenn fá aðstoð úr geimnum Svavar Hávarðsson skrifar 21. ágúst 2013 07:00 Fjarkönnunargögn úr gervitunglum eru notuð til að spá fyrir um göngur makrílsins. Mynd/samsett Mögulegt er að nota gögn frá gervitunglum til að ákvarða líklega veiðistaði makríls við Íslandsstrendur. Reyndar hafa menn nú þegar tekið að nýta upplýsingar frá gervitunglum til fiskveiða víða um heim. Þetta sýnir rannsókn Kristínar Ágústsdóttur, starfsmanns Náttúrustofu Austurlands og Marsýnar, sem í Neskaupstað í gærkvöldi kynnti rannsóknarverkefni sitt um tengsl milli veiðistaða makríls á Íslandsmiðum og fjarkönnunargagna frá gervitunglum í Kreml. Verkefnið var styrkt af AVS-rannsóknasjóði í sjávarútvegi og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. „Ég kannaði tengslin á milli veiðistaða makríls hér við land árin 2007 til 2012 í þessu samhengi. Markmiðið var að afla upplýsinga fyrir mögulegar fiskiveiðispár, sem geta stuðlað að minni orkunotkun fiskiskipa. Tilgátan var sú að fjarkönnunargögn úr gervitunglum séu uppspretta gagnlegra upplýsinga til að ákvarða vænlegar fiskislóðir á Íslandsmiðum,“ segir Kristín. Kristín segir að í einfaldaðri mynd hafi hún kannað upplýsingar frá gervitunglum um yfirborðshita sjávar, magn blaðgrænu, tærleika sjávar og einnig meðaltal ljóstillífunargeislunar, sem var sú einstaka breyta sem skýrði best makrílveiðar. Sóttar voru upplýsingar fyrir allar staðsetningar veiðistaða makríls með flotvörpu í gagnagrunni Fiskistofu og þær bornar saman við gildi fyrir veiðistaði þar sem ekki veiddist makríll á sömu svæðum og á sömu tímabilum. Kristín segir að gervitunglabreyturnar bættu marktækt módel til að skýra staðsetningu makrílveiðistaða. „Makrílveiðar voru árangursríkastar við hitastig frá 7,5 til 13 gráða sjávarhita, þar sem styrkur sólarljóss var mikill og þar sem magn blaðgrænu var í meðallagi. Tærleiki sjávar virðist líka skipta máli. Þessar niðurstöður gefa til kynna að makríll sem veiddur er á Íslandsmiðum sé háðari sjón við fæðuöflun en hingað til hefur verið álitið.“ Kristín bætir við að þegar nýti sjómenn við Íslandsstrendur gögn sem þessi og að það sé víðar gert við fiskveiðar. „Það má nefna að svona gögn eru t.d. notuð við túnfiskveiðar við Indland, með eftirtektarverðum árangri,“ segir Kristín. „Gervitunglagögn eru nú þegar notuð um borð í íslenskum uppsjávarveiðiskipum en það hefur ekki verið tekið saman með skipulögðum hætti hvaða upplýsingar nýtast best fyrir ákveðnar fisktegundir. Þar ræður persónuleg skoðun og reynsla hvers sjómanns hvað honum nýtist best.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Mögulegt er að nota gögn frá gervitunglum til að ákvarða líklega veiðistaði makríls við Íslandsstrendur. Reyndar hafa menn nú þegar tekið að nýta upplýsingar frá gervitunglum til fiskveiða víða um heim. Þetta sýnir rannsókn Kristínar Ágústsdóttur, starfsmanns Náttúrustofu Austurlands og Marsýnar, sem í Neskaupstað í gærkvöldi kynnti rannsóknarverkefni sitt um tengsl milli veiðistaða makríls á Íslandsmiðum og fjarkönnunargagna frá gervitunglum í Kreml. Verkefnið var styrkt af AVS-rannsóknasjóði í sjávarútvegi og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. „Ég kannaði tengslin á milli veiðistaða makríls hér við land árin 2007 til 2012 í þessu samhengi. Markmiðið var að afla upplýsinga fyrir mögulegar fiskiveiðispár, sem geta stuðlað að minni orkunotkun fiskiskipa. Tilgátan var sú að fjarkönnunargögn úr gervitunglum séu uppspretta gagnlegra upplýsinga til að ákvarða vænlegar fiskislóðir á Íslandsmiðum,“ segir Kristín. Kristín segir að í einfaldaðri mynd hafi hún kannað upplýsingar frá gervitunglum um yfirborðshita sjávar, magn blaðgrænu, tærleika sjávar og einnig meðaltal ljóstillífunargeislunar, sem var sú einstaka breyta sem skýrði best makrílveiðar. Sóttar voru upplýsingar fyrir allar staðsetningar veiðistaða makríls með flotvörpu í gagnagrunni Fiskistofu og þær bornar saman við gildi fyrir veiðistaði þar sem ekki veiddist makríll á sömu svæðum og á sömu tímabilum. Kristín segir að gervitunglabreyturnar bættu marktækt módel til að skýra staðsetningu makrílveiðistaða. „Makrílveiðar voru árangursríkastar við hitastig frá 7,5 til 13 gráða sjávarhita, þar sem styrkur sólarljóss var mikill og þar sem magn blaðgrænu var í meðallagi. Tærleiki sjávar virðist líka skipta máli. Þessar niðurstöður gefa til kynna að makríll sem veiddur er á Íslandsmiðum sé háðari sjón við fæðuöflun en hingað til hefur verið álitið.“ Kristín bætir við að þegar nýti sjómenn við Íslandsstrendur gögn sem þessi og að það sé víðar gert við fiskveiðar. „Það má nefna að svona gögn eru t.d. notuð við túnfiskveiðar við Indland, með eftirtektarverðum árangri,“ segir Kristín. „Gervitunglagögn eru nú þegar notuð um borð í íslenskum uppsjávarveiðiskipum en það hefur ekki verið tekið saman með skipulögðum hætti hvaða upplýsingar nýtast best fyrir ákveðnar fisktegundir. Þar ræður persónuleg skoðun og reynsla hvers sjómanns hvað honum nýtist best.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira