Makrílveiðimenn fá aðstoð úr geimnum Svavar Hávarðsson skrifar 21. ágúst 2013 07:00 Fjarkönnunargögn úr gervitunglum eru notuð til að spá fyrir um göngur makrílsins. Mynd/samsett Mögulegt er að nota gögn frá gervitunglum til að ákvarða líklega veiðistaði makríls við Íslandsstrendur. Reyndar hafa menn nú þegar tekið að nýta upplýsingar frá gervitunglum til fiskveiða víða um heim. Þetta sýnir rannsókn Kristínar Ágústsdóttur, starfsmanns Náttúrustofu Austurlands og Marsýnar, sem í Neskaupstað í gærkvöldi kynnti rannsóknarverkefni sitt um tengsl milli veiðistaða makríls á Íslandsmiðum og fjarkönnunargagna frá gervitunglum í Kreml. Verkefnið var styrkt af AVS-rannsóknasjóði í sjávarútvegi og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. „Ég kannaði tengslin á milli veiðistaða makríls hér við land árin 2007 til 2012 í þessu samhengi. Markmiðið var að afla upplýsinga fyrir mögulegar fiskiveiðispár, sem geta stuðlað að minni orkunotkun fiskiskipa. Tilgátan var sú að fjarkönnunargögn úr gervitunglum séu uppspretta gagnlegra upplýsinga til að ákvarða vænlegar fiskislóðir á Íslandsmiðum,“ segir Kristín. Kristín segir að í einfaldaðri mynd hafi hún kannað upplýsingar frá gervitunglum um yfirborðshita sjávar, magn blaðgrænu, tærleika sjávar og einnig meðaltal ljóstillífunargeislunar, sem var sú einstaka breyta sem skýrði best makrílveiðar. Sóttar voru upplýsingar fyrir allar staðsetningar veiðistaða makríls með flotvörpu í gagnagrunni Fiskistofu og þær bornar saman við gildi fyrir veiðistaði þar sem ekki veiddist makríll á sömu svæðum og á sömu tímabilum. Kristín segir að gervitunglabreyturnar bættu marktækt módel til að skýra staðsetningu makrílveiðistaða. „Makrílveiðar voru árangursríkastar við hitastig frá 7,5 til 13 gráða sjávarhita, þar sem styrkur sólarljóss var mikill og þar sem magn blaðgrænu var í meðallagi. Tærleiki sjávar virðist líka skipta máli. Þessar niðurstöður gefa til kynna að makríll sem veiddur er á Íslandsmiðum sé háðari sjón við fæðuöflun en hingað til hefur verið álitið.“ Kristín bætir við að þegar nýti sjómenn við Íslandsstrendur gögn sem þessi og að það sé víðar gert við fiskveiðar. „Það má nefna að svona gögn eru t.d. notuð við túnfiskveiðar við Indland, með eftirtektarverðum árangri,“ segir Kristín. „Gervitunglagögn eru nú þegar notuð um borð í íslenskum uppsjávarveiðiskipum en það hefur ekki verið tekið saman með skipulögðum hætti hvaða upplýsingar nýtast best fyrir ákveðnar fisktegundir. Þar ræður persónuleg skoðun og reynsla hvers sjómanns hvað honum nýtist best.“ Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Mögulegt er að nota gögn frá gervitunglum til að ákvarða líklega veiðistaði makríls við Íslandsstrendur. Reyndar hafa menn nú þegar tekið að nýta upplýsingar frá gervitunglum til fiskveiða víða um heim. Þetta sýnir rannsókn Kristínar Ágústsdóttur, starfsmanns Náttúrustofu Austurlands og Marsýnar, sem í Neskaupstað í gærkvöldi kynnti rannsóknarverkefni sitt um tengsl milli veiðistaða makríls á Íslandsmiðum og fjarkönnunargagna frá gervitunglum í Kreml. Verkefnið var styrkt af AVS-rannsóknasjóði í sjávarútvegi og Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. „Ég kannaði tengslin á milli veiðistaða makríls hér við land árin 2007 til 2012 í þessu samhengi. Markmiðið var að afla upplýsinga fyrir mögulegar fiskiveiðispár, sem geta stuðlað að minni orkunotkun fiskiskipa. Tilgátan var sú að fjarkönnunargögn úr gervitunglum séu uppspretta gagnlegra upplýsinga til að ákvarða vænlegar fiskislóðir á Íslandsmiðum,“ segir Kristín. Kristín segir að í einfaldaðri mynd hafi hún kannað upplýsingar frá gervitunglum um yfirborðshita sjávar, magn blaðgrænu, tærleika sjávar og einnig meðaltal ljóstillífunargeislunar, sem var sú einstaka breyta sem skýrði best makrílveiðar. Sóttar voru upplýsingar fyrir allar staðsetningar veiðistaða makríls með flotvörpu í gagnagrunni Fiskistofu og þær bornar saman við gildi fyrir veiðistaði þar sem ekki veiddist makríll á sömu svæðum og á sömu tímabilum. Kristín segir að gervitunglabreyturnar bættu marktækt módel til að skýra staðsetningu makrílveiðistaða. „Makrílveiðar voru árangursríkastar við hitastig frá 7,5 til 13 gráða sjávarhita, þar sem styrkur sólarljóss var mikill og þar sem magn blaðgrænu var í meðallagi. Tærleiki sjávar virðist líka skipta máli. Þessar niðurstöður gefa til kynna að makríll sem veiddur er á Íslandsmiðum sé háðari sjón við fæðuöflun en hingað til hefur verið álitið.“ Kristín bætir við að þegar nýti sjómenn við Íslandsstrendur gögn sem þessi og að það sé víðar gert við fiskveiðar. „Það má nefna að svona gögn eru t.d. notuð við túnfiskveiðar við Indland, með eftirtektarverðum árangri,“ segir Kristín. „Gervitunglagögn eru nú þegar notuð um borð í íslenskum uppsjávarveiðiskipum en það hefur ekki verið tekið saman með skipulögðum hætti hvaða upplýsingar nýtast best fyrir ákveðnar fisktegundir. Þar ræður persónuleg skoðun og reynsla hvers sjómanns hvað honum nýtist best.“
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira